Náttúrubarnaskólinn
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband

Skýrsluskil

9/26/2016

0 Comments

 
Picture
Í dag skilaði ég skýrslu til Rannís en við fengum styrk síðasta sumar frá Nýsköpunarsjóð Námsmanna og erum við ótrúlega þakklát fyrir allann þann stuðning sem við höfum fengið en styrktaraðila Náttúrubarnaskólans er hægt að finna á forsíðu heimasíðunnar. 

Það verður gaman að skila skýrslunni og fara að hugsa um það næsta!
0 Comments

Náttúrubarnaskólinn í Landanum

9/19/2016

0 Comments

 
Picture
Í gær var þátturinn þar sem Náttúrubarnaskólinn birtist í Landanum sýndur í sjónvarpinu.
Ég var sjálf mjög ánægð með þáttinn og hann var mjög skemmtilegur! Krakkarnir voru algjörir snillingar og strákurinn með allar marglytturnar var ótrúlega fyndinn! Reyndar eru allir krakkarnir sem koma í Náttúrubarnaskólann algjörir snillingar og töluðu þau um það þegar þau komu til að taka upp Landann hvað krakkarnir væru áberandi opnir, uppátækjasamir og spyrðu mikið. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og þið getið horft á þáttinn með því að ýta á linkinn hérna fyrir neðan:

​http://www.ruv.is/frett/laera-ad-taka-eftir-tofrum-natturunnar 
0 Comments

Útinámsráðstefna á Úlfljótsvatni

9/18/2016

0 Comments

 
Picture
Í dag fór ég á ùtinámsráðstefnu á Úlfljótsvatni. Það var mjög áhugavert og skemmtilegt en þar var boðið upp á allskonar skemmtileg námskeið og smiðjur sem tengjast útnámi. Ráðstefnan var vel sótt og var boðið upp á mat og ótrúlega góða súkkulaðiköku!

Ég ákvað að fara í þrár smiðjur og einn fyrirlestur. Fyrsta smiðjan var um hvernig maður byggir og afmarkar útileiksvæði. Ég fór líka í útieldun sem var mjög áhugavert og ég get örugglega notað mjög mikið í Náttúrubarnaskólanum næsta sumar, Ég fór líka á fyrirlestur um útivísindi og hvað maður þarf að hafa í huga í útikennslu og lærði nordic walking sem var mjög skemmtilegt og erfitt haha en þar lærði ég skemmtilega leiki.

Hlakka mikið til að nýta þetta næsta sumar!

0 Comments

Takk fyrir sumarið!!

9/1/2016

0 Comments

 
Picture

​Jæja sumarið var snilld, takk fyrir það!!

Í sumar tók Náttúrubarnaskólinn á móti nokkrum hópum í maí sem var mjög skemmtilegt, við tókum til dæmis á móti 44 börnum úr grunnskólum í Búðardal, 14 nemendum í umhverfisfræði frá Bandaríkjunum, héldum kynningu á listamannaþingi Félags listamanna á Vestfjörðum, Grunnskóla börnum á Hólmavík sem komu með hænuunga í vist á Sauðfjársetrinu. 


​Í fyrsta skipti hélt Náttúrubarnaskólinn tvö vikulöng leikjanámskeið í samstarfi við Strandabyggð. Námskeiðin voru skemmtileg og var meiri áhersla á leiki en á hefðbundnum Náttúrubarnanámskeiðum þó náttúruskoðunin hafi verið með líka. 


Í sumar voru svo líka hin hefðbundnu fimmtudagsfjör og þrjú helgarnámskeið. Í sumar bættist við nýtt þema tilraunaþema með opnun tilraunastofunnar sem við opnuðum líka í sumar.

Á Hamingjudögum opnaði líka ljósmyndasýningin Náttúrubörn á Ströndum ​Kaupfélagi á Hólmavík. 
Picture
Picture

Í sumar var Kaffikvörn sem var mjög vel sótt og við vorum mjög ánægð með. Það var sérstaklega gaman að sjá hvað mikið situr eftir hjá krökkunum eftir námskeiðin. 

Það var líka kvöldvaka í ágúst. Þá fórum við í leiki, grilluðum og sungum við varðeld í fjörunni. Það var ótrúlega skemmtilegt og tókst vel. Krakkarnir ákváðu líka að sýna leikrit sem við sömdum og settum upp daginn áður. ​

Takk fyrir sumarið!

0 Comments

    Fréttir

    Hér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! 

    Það má einnig nálgast nýjustu upplýsingar á Facebook og Instagram síðu Náttúrubarnaskólans. 

    Sendið okkur póst ef það er eitthvað sem þið eruð að velta fyrir okkur natturubarnaskoli@gmail.com. 

    Flestar fréttir eru skrifaðar af Dagrúnu Ósk Jónsdóttur yfirnáttúrubarni í Náttúrubarnaskólanum. 

    Greinar

    June 2021
    January 2021
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    July 2019
    May 2019
    April 2019
    July 2017
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    October 2015
    August 2015
    July 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband