Náttúrubarnaskólinn
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband

Takk fyrir sumarið!!

9/1/2016

0 Comments

 
Picture

​Jæja sumarið var snilld, takk fyrir það!!

Í sumar tók Náttúrubarnaskólinn á móti nokkrum hópum í maí sem var mjög skemmtilegt, við tókum til dæmis á móti 44 börnum úr grunnskólum í Búðardal, 14 nemendum í umhverfisfræði frá Bandaríkjunum, héldum kynningu á listamannaþingi Félags listamanna á Vestfjörðum, Grunnskóla börnum á Hólmavík sem komu með hænuunga í vist á Sauðfjársetrinu. 


​Í fyrsta skipti hélt Náttúrubarnaskólinn tvö vikulöng leikjanámskeið í samstarfi við Strandabyggð. Námskeiðin voru skemmtileg og var meiri áhersla á leiki en á hefðbundnum Náttúrubarnanámskeiðum þó náttúruskoðunin hafi verið með líka. 


Í sumar voru svo líka hin hefðbundnu fimmtudagsfjör og þrjú helgarnámskeið. Í sumar bættist við nýtt þema tilraunaþema með opnun tilraunastofunnar sem við opnuðum líka í sumar.

Á Hamingjudögum opnaði líka ljósmyndasýningin Náttúrubörn á Ströndum ​Kaupfélagi á Hólmavík. 
Picture
Picture

Í sumar var Kaffikvörn sem var mjög vel sótt og við vorum mjög ánægð með. Það var sérstaklega gaman að sjá hvað mikið situr eftir hjá krökkunum eftir námskeiðin. 

Það var líka kvöldvaka í ágúst. Þá fórum við í leiki, grilluðum og sungum við varðeld í fjörunni. Það var ótrúlega skemmtilegt og tókst vel. Krakkarnir ákváðu líka að sýna leikrit sem við sömdum og settum upp daginn áður. ​

Takk fyrir sumarið!

0 Comments



Leave a Reply.

    Fréttir

    Hér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! 

    Það má einnig nálgast nýjustu upplýsingar á Facebook og Instagram síðu Náttúrubarnaskólans. 

    Sendið okkur póst ef það er eitthvað sem þið eruð að velta fyrir okkur natturubarnaskoli@gmail.com. 

    Flestar fréttir eru skrifaðar af Dagrúnu Ósk Jónsdóttur yfirnáttúrubarni í Náttúrubarnaskólanum. 

    Greinar

    January 2021
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    July 2019
    May 2019
    April 2019
    July 2017
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    October 2015
    August 2015
    July 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband