Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Á Náttúrubarnahátíð á Ströndum 12.-14. júlí gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri!
Náttúrubarnahátíðin verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa. Náttúrubarnahátíðin er fjölskylduhátíð og er aðgangur ókeypis Það er einnig frítt fyrir hátíðargesti að gista í tjaldi á Kirkjubóli sem er rétt hjá Sævangi en það er ekki eiginlegt tjaldstæði og ekki aðgangur að rafmagni. Það er frábært tjaldsvæði á Hólmavík þar sem er rafmagn og ýmsir gististaðir í nágrenninu. Veitingasala er á Sauðfjársetrinu (Kaffi Kind) alla helgina og er þar nóg úrval af allskonar réttum bæði fyrir grænkera og aðra. ÆVINTÝRI - UPPLIFUN - ÚTIVIST - SKEMMTUN - FRÓÐLEIKUR Dagskrá: Föstudagur 12. júlí 17:30 Fjölskyldu gönguferð í fjörunni 18:30 Setning hátíðarinnar og veðurgaldur 18:30 Hægt að kaupa súpu og grillaðar pylsur (grænmetis og ekki) í Sævangi 19:00 Með vindinum liggur leiðin heim: Mögnuð brúðuleikhússýning með Handbendi 20:00 Æsispennandi Náttúrubarnakviss Laugardagur 13. júlí 12:00 Náttúrujóga 13:00 Stórskemmtileg töfrasýning með Jóni Víðis töframanni 13:30 Náttúrufjör: Bogfimi, hestar, eldsmiðja, kajakar, tilraunastofan, náttúrubingó, furður náttúrunnar skoðaðar með Náttúruminjasafni Íslands, grillaðar pylsur og fleira 15:00 Náttúrukórónusmiðja með Þykjó 16:30 Rykmýsóróar með Náttúruminjasafni Íslands 18:00 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið 18:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur og súpu 20:00 Fjölskyldutónleikar með Gunna og Felix 21:00 Drauga- og tröllasögur í Sagnahúsinu Sunnudagur 14. júlí 11:00 Núvitundarævintýri 12:00 Vísinda Villi með magnaða vísindasýningu 13:00 Spennandi villijurtasmiðja með Arfistanum 15:00 Fjölskylduplokk Hátíðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og Orkubúi Vestfjarða og í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands. Hægt er að fylgjast með á Facebook hér: www.facebook.com/events/295506999786458 Sjáumst!
0 Comments
|
FréttirHér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! Greinar
June 2024
Flokkar |