Í dag fór ég á ùtinámsráðstefnu á Úlfljótsvatni. Það var mjög áhugavert og skemmtilegt en þar var boðið upp á allskonar skemmtileg námskeið og smiðjur sem tengjast útnámi. Ráðstefnan var vel sótt og var boðið upp á mat og ótrúlega góða súkkulaðiköku!
Ég ákvað að fara í þrár smiðjur og einn fyrirlestur. Fyrsta smiðjan var um hvernig maður byggir og afmarkar útileiksvæði. Ég fór líka í útieldun sem var mjög áhugavert og ég get örugglega notað mjög mikið í Náttúrubarnaskólanum næsta sumar, Ég fór líka á fyrirlestur um útivísindi og hvað maður þarf að hafa í huga í útikennslu og lærði nordic walking sem var mjög skemmtilegt og erfitt haha en þar lærði ég skemmtilega leiki. Hlakka mikið til að nýta þetta næsta sumar!
0 Comments
Leave a Reply. |
FréttirHér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! Greinar
June 2024
Flokkar |