Náttúrubarnaskólinn
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband

Takk fyrir sumarið!

8/5/2020

0 Comments

 
Þá er dagskrá Náttúrubarnaskólans sumarið 2020 lokið! Þrátt fyrir að námskeiðum í ágúst hafi verið aflýst vegna faraldursins vorum við svo heppin að ná að gera ýmislegt skemmtilegt í sumar og halda fjölda viðburða og námskeiða.

Í júní héldum við tvö skemmtileg og mjög vel sótt vikunámskeið þar sem við meðal annars gerðum fuglahræður, jurtaseyði og flugdreka, sendum flöskuskeyti, fórum í fuglaskoðun, fjöruna, sjóræningjaratleik, sveitaheimsókn, gönguferðir og leiki
Þá héldum við nokkur fimmtudagsnámskeið, fengum góða gesti víkinga og brúðuleikhús, fórum í gönguferðir á Ströndum og í Dölum og tókum á móti leikskólahópum. 

Svo í júlí héldum við Náttúrubarnahátíð með pompi og prakt og hafa líklega um 150 manns heimsótt hátíðina, við fengum líka fullt af frábæru listafólki og skemmtikröftum í heimsókn, gott veður og áttum góðan dag saman úti í náttúrunni

​
Við þökkum öllum kærlega fyrir sumarið og hlökkum til að sjá ykkur aftur næsta sumar
0 Comments

    Fréttir

    Hér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! 

    Það má einnig nálgast nýjustu upplýsingar á Facebook og Instagram síðu Náttúrubarnaskólans. 

    Sendið okkur póst ef það er eitthvað sem þið eruð að velta fyrir okkur natturubarnaskoli@gmail.com. 

    Flestar fréttir eru skrifaðar af Dagrúnu Ósk Jónsdóttur yfirnáttúrubarni í Náttúrubarnaskólanum. 

    Greinar

    June 2021
    January 2021
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    July 2019
    May 2019
    April 2019
    July 2017
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    October 2015
    August 2015
    July 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband