Náttúrubarnaskólinn
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband

Dagskrá Náttúrubarnahátíðar 2020

7/5/2020

0 Comments

 
Náttúrubarnahátíðin verður með aðeins minna sniði í sumar en áður vegna covid-19. Í þetta skipti verður hún einn dagur í stað þriggja. Engu að síður verður full dagskrá af fjöri og við hlökkum til að sjá ykkur.

​Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Á Náttúrubarnahátíð á Ströndum þann 11. júlí gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri!

Náttúrubarnahátíðin verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa.

Náttúrubarnahátíðin er fjölskylduhátíð og verður aðgangur ókeypis 

Laugardagurinn 11. júlí
11:00 Náttúrujóga með Hvatastöðinni
12:00 Rölt eftir stígnum Sjávarslóð og framkvæmdur Veðurgaldur
12:00 Hægt að kaupa súpur og samlokur í Sævangi
12:30 Magnað atriði frá Sirkus Íslands
13:00 Spennandi útismiðja með Jóni Víðis
14:30 Náttúruhljóðsmiðja, hljóðum úr náttúrunni safnað og notuð í tónverk með aðstoð tækninnar, Auður Viðarsdóttir er listrænn stjórnandi smiðjunnar
16:00 Gönguferð í teistuvarpið, kíkt á teistuunga sem búa í kössum í fjörunni
17:00 Strandahestar, bogfimi og opið hús í tilraunastofunni
17:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur í Sævangi
19:00 Töfrasýning með Jóni Víðis
20:00 Stuðboltinn Raggi Torfa stjórnar fjörusöng
21:30 Trölla- og draugasögur í Sagnahúsinu
Við skulum öll passa vel upp á sóttvarnir. Náttúrubarnahátíðin í ár er smærri í sniðum en áður og verður hún haldin á einum degi þann 11. júlí að langmestu leyti utandyra 
Náttúrubarnahátíð 2020 er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða
0 Comments

    Fréttir

    Hér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! 

    Það má einnig nálgast nýjustu upplýsingar á Facebook og Instagram síðu Náttúrubarnaskólans. 

    Sendið okkur póst ef það er eitthvað sem þið eruð að velta fyrir okkur natturubarnaskoli@gmail.com. 

    Flestar fréttir eru skrifaðar af Dagrúnu Ósk Jónsdóttur yfirnáttúrubarni í Náttúrubarnaskólanum. 

    Greinar

    June 2021
    January 2021
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    July 2019
    May 2019
    April 2019
    July 2017
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    October 2015
    August 2015
    July 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband