Á föstudeginum á Hamingjudögum á Hólmavík opnaði ljósmyndasýningin Náttúrubörn á Ströndum í Kaupfélaginu á Hólmavík. Á sýningunni eru 16 ljósmyndir bæði úr starfinu og náttúrumyndir af Ströndum og sérstöðu þeirra. Þar eru líka upplýsingar um það sem er á ljósmyndunum bæði á íslensku og ensku. Á opnuninni var boðið upp á dýrindis jurtaseyði auk þess sem ég hélt stutta kynningu á Náttúrubarnaskólanum. Ljósmyndirnar á sýningunni eru teknar af mér (Dagrún Ósk Jónsdóttir) og Jóni Jónssyni.
Til stendur að sýningin verði uppi allt sumarið og næsta vetur líka.
1 Comment
|
FréttirHér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! Greinar
June 2024
Flokkar |