Um okkur!Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir fjölbreyttum og skemmtilegum námskeiðum á Sauðfjársetrinu á Ströndum þar sem börn og fullorðnir læra um náttúruna. Við gerum allskonar skemmtilega hluti til dæmis föndra og mála, skoða seli, fugla, hreiður og blóm, förum í leiki, búum til fuglahræður, sendum flöskuskeyti og búum til jurtaseyði.
Þetta er frábært námskeið með skemmtilegum fróðleik og útiveru fyrir náttúrubörn á öllum aldri þar sem þú lærir með því að sjá, snerta, gera og upplifa. Einnig mun náttúrubarnaskólinn standa fyrir fleiri skemmtilegum viðburðum til dæmis gönguferðum, kvöldgöngum, kvöldvökum, sérnámskeiðum og fleiru sem verður auglýst nánar hér á síðunni. Skráning og upplýsingar í síma 661-2213 en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á facebook.com/natturubarnaskoli og á netfangið [email protected] |
Dagrún ÓskDagrún Ósk Jónsdóttir er yfirnáttúrubarn í Náttúrubarnaskólanum. Hún er 23 ára þjóðfræðingur frá Kirkjubóli rétt hjá Hólmavík. Hún hefur áður unnið með Sauðfjársetrinu þegar hún setti upp sýningu um Álagabletti. Dagrún sér um Náttúrubarnaskólann og hefur verið að afla sér þekkingar á náttúrunni og svæðinu undanfarið til að miðla áfram. Uppáhalds fuglinn hennar er kría og uppáhalds blómið er ljónslappi, hún er algjör kuldaskræfa og finnst gaman að segja sögur.
|
Sauðfjársetur á StröndumSauðfjársetur á Ströndum er skemmtilegur viðkomustaður fyrir fjölskyldur þar sem hægt er að fræðast um búskap fyrr á tímum. Einnig eru þar nokkrar minni sýningar til dæmis um álagabletti og sýning um siðinn að senda börn í sveit. Einnig er þar handverksbúð, barnahorn og kaffihúsið Kaffi Kind þar sem hægt er að gæða sér á girnilegum kökum og eðal kaffi.
|