Hér á heimasíðunni er hægt að fylgjast með því hvað er á döfinni, lesa skemmtilega fróðleiksmola, skoða myndir og lesa um það sem við höfum verið að gera í Náttúrubarnaskólanum.
Þetta er verkefni sem fór af stað á Sauðfjársetri á Ströndum sumarið 2015 og hefur gengið mjög vel og erum við öll mjög ánægð með viðbrögðin sem það hefur fengið. Náttúran er ævintýraheimur og þar gerist ýmislegt skrítið og skemmtilegt. Í náttúrubarnaskólanum lærir maður með því að sjá, snerta og upplifa Endilega hafið samband við Dagrúnu í síma 661-2213 eða á [email protected] til að fá frekari upplýsingar eða skrá ykkur á námskeið í sumar og fylgist með okkur á facebook.com/natturubarnaskolinn.
Hlakka til að sjá ykkur! |
NáttúrubarnaskólinnNáttúrubarnaskólinn stendur fyrir skemmtilegum námskeiðum í sumar og tekur á móti hópum! Klikkaðu á hnappinn hér fyrir neðan til að fræðast meira um Náttúrubarnaskólann.
|
BloggiðHér er hægt að lesa allt sem okkur liggur á hjarta! Hvað við erum að gera, ýmislegt skemmtilegt föndur og hugmyndir að hlutum til að gera úti í náttúrunni.
|
Hafa sambandEkki hika við að senda okkur tölvupóst ef þið langar að koma í Náttúrubarnaskólann, skipuleggja ferð fyrir hóp, fræðast um náttúru svæðisins eða hvað sem er.
|
Næst á dagskráNáttúrubarnahátíð á Ströndum verður haldin með pompi og prakt helgina 12.-14.. júlí 2024. Dagskráin er fjölbreytt og það fléttast saman útivist, náttúruskoðun, fjör og fróðleikur.
Boðið verður upp á fjölbreyttar smiðjur, tónlist, gönguferðir, skemmtiatriði og fleira. Frítt er á hátíðina og óþarfi að skrá sig, það er nóg að mæta! |
Fróðleiksmoli mánaðarins |