Í gær var þátturinn þar sem Náttúrubarnaskólinn birtist í Landanum sýndur í sjónvarpinu.
Ég var sjálf mjög ánægð með þáttinn og hann var mjög skemmtilegur! Krakkarnir voru algjörir snillingar og strákurinn með allar marglytturnar var ótrúlega fyndinn! Reyndar eru allir krakkarnir sem koma í Náttúrubarnaskólann algjörir snillingar og töluðu þau um það þegar þau komu til að taka upp Landann hvað krakkarnir væru áberandi opnir, uppátækjasamir og spyrðu mikið. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og þið getið horft á þáttinn með því að ýta á linkinn hérna fyrir neðan: http://www.ruv.is/frett/laera-ad-taka-eftir-tofrum-natturunnar
0 Comments
Leave a Reply. |
Dagrún ÓskYfirnáttúrubarn Greinar
July 2019
Flokkar |