Náttúrubarnaskólinn
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Á döfinni!
  • Hafðu samband

Jurtaþemað!

8/9/2015

0 Comments

 
Fimmtudaginn 6. ágúst var jurtaþema í Náttúrubarnaskólanum. Við vorum bara 5 en það var mjög skemmtilegt. Við byrjuðum á því að fara út og týna jurtir í seyði. Þá þurftum við að ganga í smá stund til þess að finna jurtirnar og ákváðum að kíkja á teistu ungana í leiðinni, en þeir vekja alltaf mikla lukku og þykja mjög krúttlegir. 
Við gerðum eins jurtaseyði og síðast úr ljónslappa, blóðbergi og tágamuru. Svo söfnuðum við líka öðrum jurtum sem okkur fundust fallegar til þess að nota síðar í dag, t.d. sóleyjar, geldingarhnappur og maríustakk.  
Þegar að við komum inn fengum við okkur kaffi, enda öll orðin pínulítið svöng og kalt. Það voru einmitt nokkrir kínverjar í kaffi á Sauðfjársetrinu sem voru mjög hrifnir af okkur og tóku fullt af myndum. 

Við ákváðum að gera jurtaseyðið bara inni því það var svo kalt úti svo við náðum í tvær hellur til að fara með í Náttúrubarnahornið. Þar gerðum við svo bæði seyði og jurtalit á sama tíma. Við gerðum lit úr njólanum og suður hann í vatni í smá stund. Í miðri eldamennskunni settum við svo óvart brunakerfið í gang svo hátt að mamma heyrði í því heim og þurfti að bruna yfir í Sævang til að slökkva á því fyrir okkur. Jurtaseyðið var ágætt og þegar liturinn var tilbúinn settum við hvítt garn ofan í hann og fórum svo að gera annað á meðan við biðum því liturinn er svolitla stund að lita bandið. 

Við stimpluðum jurtirnar sem við týndum á steina með málingu en það gekk eitthvað brösulega því blómin festust saman. Þá ákváðum við að mála frekar bara listaverk á steinana. Eftir það gerðum við Blómapott úr 1/2 l. gosflösku og gróðursettum í þá falleg blóm. 

Bandið var svo svona fallega gult á litinn og minnti helst á spagettí. 
0 Comments

    Dagrún Ósk

    Yfirnáttúrubarn

    Greinar

    July 2019
    May 2019
    April 2019
    July 2017
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    October 2015
    August 2015
    July 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Á döfinni!
  • Hafðu samband