Þegar að við komum inn fengum við okkur kaffi, enda öll orðin pínulítið svöng og kalt. Það voru einmitt nokkrir kínverjar í kaffi á Sauðfjársetrinu sem voru mjög hrifnir af okkur og tóku fullt af myndum.
Við ákváðum að gera jurtaseyðið bara inni því það var svo kalt úti svo við náðum í tvær hellur til að fara með í Náttúrubarnahornið. Þar gerðum við svo bæði seyði og jurtalit á sama tíma. Við gerðum lit úr njólanum og suður hann í vatni í smá stund. Í miðri eldamennskunni settum við svo óvart brunakerfið í gang svo hátt að mamma heyrði í því heim og þurfti að bruna yfir í Sævang til að slökkva á því fyrir okkur. Jurtaseyðið var ágætt og þegar liturinn var tilbúinn settum við hvítt garn ofan í hann og fórum svo að gera annað á meðan við biðum því liturinn er svolitla stund að lita bandið. Við stimpluðum jurtirnar sem við týndum á steina með málingu en það gekk eitthvað brösulega því blómin festust saman. Þá ákváðum við að mála frekar bara listaverk á steinana. Eftir það gerðum við Blómapott úr 1/2 l. gosflösku og gróðursettum í þá falleg blóm. Bandið var svo svona fallega gult á litinn og minnti helst á spagettí.
1 Comment
|
FréttirHér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! Greinar
June 2024
Flokkar |