ÆðarkollanÞað er mikið af æðarkollu í Orrustutanga þar sem Náttúrubarnaskólinn er. Það er gaman að skoða hana og í Kirkjuskerinu er æðarkolla sem heitir Kollfríður með hreiður en hún kemur á hverju ári og er orðin svo gæf af hægt er klappa henni, sem er mjög skemmtilegt. Æðarkollur reita af sér fjaðrirnar og fóðra hreiðrin sín að innan með dún sem er svo safnað og notaður í sængur.
|