Náttúrubarnaskólinn
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Á döfinni!
  • Hafðu samband

Picture

​​Ly​fjagras

Lyfjagras er önnur af tveim tegundum ránplantna á Íslandi en það festir flugur og önnur skordýr í lími á grænum blöðum sínum og borðar þau! Það var áður fyrr mikið notað til lækninga eins og nafnið bendir til og er friðað í Hollandi! Ansi merkileg planta.

Æðarkollan

Það er mikið af æðarkollu í Orrustutanga þar sem Náttúrubarnaskólinn er. Það er gaman að skoða hana og í Kirkjuskerinu er æðarkolla sem heitir Kollfríður með hreiður en hún kemur á hverju ári og er orðin svo gæf af hægt er klappa henni, sem er mjög skemmtilegt. Æðarkollur reita af sér fjaðrirnar og fóðra hreiðrin sín að innan með dún sem er svo safnað og notaður í sængur. 

Picture
Picture

Mislit kríuegg

Kríu egg eins og önnur egg eru ekki alltaf eins á litinn. Þessi egg fundust í orrustutanga og á sama krían þau bæði. Talið er að þessi litamismunur orsakist af því hvað krían er að borða!

Skarfakál

Skarfakál er afskaplega hollt og fullt af C-vítamínum. Í gamla daga bjargaði það fólki á Íslandi frá skyrbjúg sem herjaði á marga íslendinga vegna þess að það var svo lítið af grænmeti og ávöxtum hér á landi..
Picture
Picture

Teistan

Teistan er einstaklega fallegur fugl og verpir helst í klettum. Hún eignast 1 - 2 unga og á hverju vori dansar hún teistudans.  Hún er svartasti svartfuglinn en á veturnar verður hún nánast alveg hvít. 
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Á döfinni!
  • Hafðu samband