Náttúrubarnaskólinn
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband

Dagskráin í ágúst!

7/31/2015

0 Comments

 
Picture
Það verður sko nóg um að vera í Náttúrubarnaskólanum í ágúst en ég hef verið að undirbúa dagskránna síðustu daga. En það er líka hægt að fylgjast með henni undir flipanum Á döfinni, auk þess sem við erum dugleg að minna á það sem er framundan á facebook síðunni. 
Miðvikudagur 5. ágúst: Kvöldganga með leiðsögn - Kirkjubólshringurinn. Lagt af stað frá Sævangi kl. 20, endað á notalegu kvöldkaffi. Verð 1200.- með kaffinu.

Fimmtudagur 6. ágúst: Náttúrubarnanámskeið með jurtaþema kl. 13-17. Verð 2500.-

Mánudagur 10. ágúst: Örnámskeið í Náttúrubarnaskólanum frá kl. 13-15. Verð 1500.-

Þriðjudagur 11. ágúst: NáttúrubarnaQuiz! Skemmtileg spurningakeppni fyrir náttúrubörn kl. 20. Þátttaka er ókeypis, en kaffi og kökur á tilboði á Sauðfjársetrinu fyrir 1200.-

Fimmtudagur 13. ágúst: Náttúrubarnanámskeið með fjöru- og sjávarþema. Verð 2500.-

Sunnudagur 16. ágúst: Náttúrubarnaskólinn verður með kynningu á starfseminni á Hrútadómunum í Sævangi frá kl. 14.

Þriðjudagur 18. ágúst: Fróðleg gönguferð með leiðsögn í Miðdalnum. Lagt af stað frá Sævangi
kl. 17, endað á notalegu kaffi í Sævangi. Verð 1200.-

Fimmtudagur 20. ágúst: Náttúrubarnanámskeið með galdraþema kl. 13-17. Verð 2500.-

Helgin 22. - 23. ágúst: Helgarnámskeið í Náttúrubarnaskólanum, kl. 13-17 báða dagana! Síðasta námskeið sumarsins svo þá ætlum við að endurtaka allt það skemmtilegasta, verð 5000.-

Kvöldvaka 22. ágúst: Að þessu tilefni ætlum við að halda skemmtilega kvöldvöku laugardagskvöldið, hægt er kaupa sig bara inn á hana fyrir kr. 1500.- en þar verður sungið, sagðar sögur, poppað úti og fleira skemmtilegt.

Auk alls þessa ætlum við að ganga af göflunum í ágúst og farið verður í ótal gönguferðir út um allar trissur í ágúst sem verða auglýstar á facebook.com/natturubarnaskoli.

 

0 Comments

Fjöru og sjávarþema

7/31/2015

0 Comments

 
Í gær var fámennt en góðmennt í Náttúrubarnaskólanum enda eflaust margir á ferðalagi svona rétt fyrir verslunnarmannahelgina. Við skemmtum okkur konunglega samt. Við byrjuðum á því að skoða veðrið sem var ágætt en átti bara eftir að batna allann daginn. Svo fórum við í gönguferð og stoppuðum fyrst í Kirkjuskerinu og svo sagnakofanum þar sem ég sagði krökkunum nokkrar sögur og þau sögðu mér svo nokkrar draugasögur líka. 
Svo fórum við út í Langatanga að kíkja á teistuna. Þar lenntum við í ýmsu skemmtilegu og sáum fullt af ungum og eina mömmu. Svo sáum við líka eina fara inn í teistuhús með risastórt síli handa ungunum sínum. Við klöppuðum ungunum smá og svo gengum við til baka og sáum fullt af marglyttum á leiðinni. Það var líka mjög skemmtilegt því hingað til höfum við bara séð eina marglyttu í Náttúrubarnaskólanum. Við fundum líka æðardún. 

Þegar við komum til baka vorum við orðin rosalega svöng og veðrið var svo gott að við ákváðum að borða úti á palli. Eftir að hafa verið úti á palli í smá stund var eiginlega of heitt þar svo við fórum inn að klára að borða. Svo ákváðum við nú að skella okkur aftur út í góða veðrið og fórum út með myndir til að lita og blöð til að skrifa á flöskuskeyti. Við ákváðum að senda bara tvö svo þau gætu bæði fengið að kasta því út í sjó. Svo fórum við með skeytið út í Flöskuskeytavík. Á leiðinni rákumst við samt á lamb sem virtist vera eitthvað lasið svo við tókum markið á því og hlupum til baka til að hringja í þann sem átti það. Svo var það taka tvö með flöskuskeytin. Það tók samt smá tíma því þau skiluðu sér alltaf upp á land, vindáttin var kannski ekki alveg rétt, það er bara svo gaman að senda flöskuskeyti! Svo eftir að hafa reynt að kasta því þar heillengi ákváðum við að prófa að senda það úr Kirkjuskerinu, það tókst betur!
0 Comments

Galdraþema Náttúrubarnaskólans!

7/24/2015

0 Comments

 
Í gær, 23. júlí var galdraþema í Náttúrubarnaskólanum. Það var rosalega skemmtilegt. Við byrjuðum daginn á því að athuga veðrið og dansa svo sólar dansinn til að reyna að lokka fram sólina, svo nú bíðum við bara og sjáum hvað setur í dag. Eftir það fórum við í gönguferð að gamla hundahreinsunarhúsinu sem er núna sagnahús og sögðum nokkrar skemmtilegar þjóðsögur um álagabletti, drauga, tröll, huldufólk, marbendla og Lagarfljótsorminn. Svo gengum við aðeins lengra til að kíkja á teistukassana, en það eru litlir kassar sem teisturnar kjósa að verpa í í Langatanga. Svo klipptum við jurtir til að nota í galdraseyði. 

Galdraseyði sem veitir gæfu, lukku og gleði: 
Tágamura
Ljónslappi
Blóðberg
Vatn

Það er mikilvægt að klippa plönturnar en slíta þær ekki upp svo þær vaxi frekar aftur, svo er betra að týna þær í taupoka en í plastpoka svo þær blotni ekki, við notuðum bara gamalt koddaver til að tína þær í. Svo lætur maður þetta bara malla allt saman í smá stund. 

Á meðan við biðum eftir galdraseyðinu báðu krakkarnir um að heyra fleiri sögur svo ég þurfti virkilega að einbeita mér að því að muna eftir fleiri skemmtilegum draugasögum, þær voru vinsælastar. Það tókst og eftir tvær draugasögur í viðbót var seyðið tilbúið. Það voru mjög skiptar skoðanir á galdraseyðinu en sumum fannst það MJÖG gott en ekki öllum, allir smökkuðu það samt.

Eftir það fórum við inn því það var svolítið kalt og bjuggum til draumafangara. En þá er mikilvægt að hafa í þeim eina perlu sem að táknar kóngulóna sem spinnur vefinn sem vondir draumar festast í og svo fjaðrir sem leiða góða drauma. Í gamla daga voru konur með uglufjaðrir í sínum draumaföngurum en karlar voru með arnafjaðrir. Þetta voru glæsilegir draumafangarar og ég er mjög ánægð með hvernig þetta námskeið tókst.
Í lokinn fengu allir útskriftar skírteini og festu laufblað á gestatréið.  


0 Comments

Betra er seint en aldrei!

7/20/2015

0 Comments

 
Jæja, þá hefur heimsíða fyrir Náttúrubarnaskólann loksins litið ljós! Það var æðislegt! Ég er búin að vera mikið að velta því fyrir mér hvernig er best að gera hana og held að ég sé bara mjög ánægð með þessa. Í gær kláraðist helgarnámskeið í Náttúrubarnaskólanum sem mér fannst takast bara vel. Það var mjög skemmtilegt og ég er fegin að spáin var ekki jafn slæm og hún átti að vera. 
0 Comments

    Fréttir

    Hér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! 

    Það má einnig nálgast nýjustu upplýsingar á Facebook og Instagram síðu Náttúrubarnaskólans. 

    Sendið okkur póst ef það er eitthvað sem þið eruð að velta fyrir okkur natturubarnaskoli@gmail.com. 

    Flestar fréttir eru skrifaðar af Dagrúnu Ósk Jónsdóttur yfirnáttúrubarni í Náttúrubarnaskólanum. 

    Greinar

    June 2021
    January 2021
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    July 2019
    May 2019
    April 2019
    July 2017
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    October 2015
    August 2015
    July 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband