Svo fórum við út í Langatanga að kíkja á teistuna. Þar lenntum við í ýmsu skemmtilegu og sáum fullt af ungum og eina mömmu. Svo sáum við líka eina fara inn í teistuhús með risastórt síli handa ungunum sínum. Við klöppuðum ungunum smá og svo gengum við til baka og sáum fullt af marglyttum á leiðinni. Það var líka mjög skemmtilegt því hingað til höfum við bara séð eina marglyttu í Náttúrubarnaskólanum. Við fundum líka æðardún.
Þegar við komum til baka vorum við orðin rosalega svöng og veðrið var svo gott að við ákváðum að borða úti á palli. Eftir að hafa verið úti á palli í smá stund var eiginlega of heitt þar svo við fórum inn að klára að borða. Svo ákváðum við nú að skella okkur aftur út í góða veðrið og fórum út með myndir til að lita og blöð til að skrifa á flöskuskeyti. Við ákváðum að senda bara tvö svo þau gætu bæði fengið að kasta því út í sjó. Svo fórum við með skeytið út í Flöskuskeytavík. Á leiðinni rákumst við samt á lamb sem virtist vera eitthvað lasið svo við tókum markið á því og hlupum til baka til að hringja í þann sem átti það. Svo var það taka tvö með flöskuskeytin. Það tók samt smá tíma því þau skiluðu sér alltaf upp á land, vindáttin var kannski ekki alveg rétt, það er bara svo gaman að senda flöskuskeyti! Svo eftir að hafa reynt að kasta því þar heillengi ákváðum við að prófa að senda það úr Kirkjuskerinu, það tókst betur!
1 Comment
|
FréttirHér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! Greinar
June 2024
Flokkar |