Miðvikudagur 5. ágúst: Kvöldganga með leiðsögn - Kirkjubólshringurinn. Lagt af stað frá Sævangi kl. 20, endað á notalegu kvöldkaffi. Verð 1200.- með kaffinu.
Fimmtudagur 6. ágúst: Náttúrubarnanámskeið með jurtaþema kl. 13-17. Verð 2500.- Mánudagur 10. ágúst: Örnámskeið í Náttúrubarnaskólanum frá kl. 13-15. Verð 1500.- Þriðjudagur 11. ágúst: NáttúrubarnaQuiz! Skemmtileg spurningakeppni fyrir náttúrubörn kl. 20. Þátttaka er ókeypis, en kaffi og kökur á tilboði á Sauðfjársetrinu fyrir 1200.- Fimmtudagur 13. ágúst: Náttúrubarnanámskeið með fjöru- og sjávarþema. Verð 2500.- Sunnudagur 16. ágúst: Náttúrubarnaskólinn verður með kynningu á starfseminni á Hrútadómunum í Sævangi frá kl. 14. Þriðjudagur 18. ágúst: Fróðleg gönguferð með leiðsögn í Miðdalnum. Lagt af stað frá Sævangi kl. 17, endað á notalegu kaffi í Sævangi. Verð 1200.- Fimmtudagur 20. ágúst: Náttúrubarnanámskeið með galdraþema kl. 13-17. Verð 2500.- Helgin 22. - 23. ágúst: Helgarnámskeið í Náttúrubarnaskólanum, kl. 13-17 báða dagana! Síðasta námskeið sumarsins svo þá ætlum við að endurtaka allt það skemmtilegasta, verð 5000.- Kvöldvaka 22. ágúst: Að þessu tilefni ætlum við að halda skemmtilega kvöldvöku laugardagskvöldið, hægt er kaupa sig bara inn á hana fyrir kr. 1500.- en þar verður sungið, sagðar sögur, poppað úti og fleira skemmtilegt. Auk alls þessa ætlum við að ganga af göflunum í ágúst og farið verður í ótal gönguferðir út um allar trissur í ágúst sem verða auglýstar á facebook.com/natturubarnaskoli.
0 Comments
Leave a Reply. |
FréttirHér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! Greinar
June 2024
Flokkar |