Náttúrubarnaskólinn
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband

Dagskráin í ágúst!

7/31/2015

0 Comments

 
Picture
Það verður sko nóg um að vera í Náttúrubarnaskólanum í ágúst en ég hef verið að undirbúa dagskránna síðustu daga. En það er líka hægt að fylgjast með henni undir flipanum Á döfinni, auk þess sem við erum dugleg að minna á það sem er framundan á facebook síðunni. 
Miðvikudagur 5. ágúst: Kvöldganga með leiðsögn - Kirkjubólshringurinn. Lagt af stað frá Sævangi kl. 20, endað á notalegu kvöldkaffi. Verð 1200.- með kaffinu.

Fimmtudagur 6. ágúst: Náttúrubarnanámskeið með jurtaþema kl. 13-17. Verð 2500.-

Mánudagur 10. ágúst: Örnámskeið í Náttúrubarnaskólanum frá kl. 13-15. Verð 1500.-

Þriðjudagur 11. ágúst: NáttúrubarnaQuiz! Skemmtileg spurningakeppni fyrir náttúrubörn kl. 20. Þátttaka er ókeypis, en kaffi og kökur á tilboði á Sauðfjársetrinu fyrir 1200.-

Fimmtudagur 13. ágúst: Náttúrubarnanámskeið með fjöru- og sjávarþema. Verð 2500.-

Sunnudagur 16. ágúst: Náttúrubarnaskólinn verður með kynningu á starfseminni á Hrútadómunum í Sævangi frá kl. 14.

Þriðjudagur 18. ágúst: Fróðleg gönguferð með leiðsögn í Miðdalnum. Lagt af stað frá Sævangi
kl. 17, endað á notalegu kaffi í Sævangi. Verð 1200.-

Fimmtudagur 20. ágúst: Náttúrubarnanámskeið með galdraþema kl. 13-17. Verð 2500.-

Helgin 22. - 23. ágúst: Helgarnámskeið í Náttúrubarnaskólanum, kl. 13-17 báða dagana! Síðasta námskeið sumarsins svo þá ætlum við að endurtaka allt það skemmtilegasta, verð 5000.-

Kvöldvaka 22. ágúst: Að þessu tilefni ætlum við að halda skemmtilega kvöldvöku laugardagskvöldið, hægt er kaupa sig bara inn á hana fyrir kr. 1500.- en þar verður sungið, sagðar sögur, poppað úti og fleira skemmtilegt.

Auk alls þessa ætlum við að ganga af göflunum í ágúst og farið verður í ótal gönguferðir út um allar trissur í ágúst sem verða auglýstar á facebook.com/natturubarnaskoli.

 

0 Comments



Leave a Reply.

    Fréttir

    Hér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! 

    Það má einnig nálgast nýjustu upplýsingar á Facebook og Instagram síðu Náttúrubarnaskólans. 

    Sendið okkur póst ef það er eitthvað sem þið eruð að velta fyrir okkur natturubarnaskoli@gmail.com. 

    Flestar fréttir eru skrifaðar af Dagrúnu Ósk Jónsdóttur yfirnáttúrubarni í Náttúrubarnaskólanum. 

    Greinar

    June 2021
    January 2021
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    July 2019
    May 2019
    April 2019
    July 2017
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    October 2015
    August 2015
    July 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband