Þá er dagskrá Náttúrubarnaskólans sumarið 2020 lokið! Þrátt fyrir að námskeiðum í ágúst hafi verið aflýst vegna faraldursins vorum við svo heppin að ná að gera ýmislegt skemmtilegt í sumar og halda fjölda viðburða og námskeiða.
Í júní héldum við tvö skemmtileg og mjög vel sótt vikunámskeið þar sem við meðal annars gerðum fuglahræður, jurtaseyði og flugdreka, sendum flöskuskeyti, fórum í fuglaskoðun, fjöruna, sjóræningjaratleik, sveitaheimsókn, gönguferðir og leiki Þá héldum við nokkur fimmtudagsnámskeið, fengum góða gesti víkinga og brúðuleikhús, fórum í gönguferðir á Ströndum og í Dölum og tókum á móti leikskólahópum. Svo í júlí héldum við Náttúrubarnahátíð með pompi og prakt og hafa líklega um 150 manns heimsótt hátíðina, við fengum líka fullt af frábæru listafólki og skemmtikröftum í heimsókn, gott veður og áttum góðan dag saman úti í náttúrunni Við þökkum öllum kærlega fyrir sumarið og hlökkum til að sjá ykkur aftur næsta sumar
0 Comments
Leave a Reply. |
FréttirHér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! Greinar
June 2024
Flokkar |