Náttúrubarnaskólinn
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband

Skapandi sumarstörf í Náttúrubarnaskólanum

7/16/2017

0 Comments

 
Núna í sumar voru Náttúrubarnaskólinn og Strandabyggð í samstarfi um Skapandi sumarstörf. Þá fóru ungmenni í vinnuskólanum í skapandi sumarstörf hluta tímans undir leiðsögn Dagrúnar Óskar yfirnáttúrubarns. Það var mikið fjör og gerðu krakkarnir ýmislegt skemmtilegt. Þau bjuggu meðal annars til listaverk fyrir Hamingjudaga á Hólmavík þar sem fólk gat velt því fyrir sér hvað hamingjan er í raun og veru, bjuggu til hengirúm úr rekavið og neti á Sauðfjársetrinu og risastórann draumafangara. Auk þess sem þau skreyttu tilraunastofu Náttúrubarnaskólans og gengu frá henni svo hægt væri að taka hana í notkun. 
Picture

Þau tóku einnig þátt í verkefni sem heitir Hólmavík - Íbúabyggð og ferðamannastaður og komu upp með hugmyndir um hvað myndi gera bæinn að betri stað til að búa á og einnig til að heimsækja. Þetta verkefni gekk mjög vel og söfnuðust rúmlega 100 hugmyndir en niðurstöður vinnunar er hægt að nálgast í Facebook hóp með sama nafni. 

Ætlunin er síðan að skrifa skýrslu þar sem eitthvað af hugmyndunum verða lagðar fram og sjáum við þær því vonandi verða að veruleika á næstu árum. 
Picture

Þá stóðu þau fyrir viðburði á Hólmavík sem hét Heyhey- sumarfjör. Þar voru leikir, vatnsrennibraut og meira fjör og mættu rúmlega 50 manns á viðburðinn. Þau sáu um skipulagningu, undirbúning, markaðssetningu og stjórnun sumarfjörsins.
Picture

Krakkarnir aðstoðuðu líka við undirbúning Náttúrubarnanámskeiða, komu með hugmyndir af leikjum, földu hamingjusteina í fjörunni, þróuðu leiki fyrir Furðuleikana og fleira. Einnig aðstoðuðu þau við undirbúning Náttúrubarnahátíðar á Ströndum sem er haldin helgina 28.-30. júlí. Þá bjuggu þau til ljósmyndamaraþon sem notast verður við á hátíðinni, útidót sem þau smíðuðu úr rekavið, Náttúrubarnasýningu sem verður á Sauðfjársetrinu þessa helgi, fuglaspil til að þekkja fugla og margt fleira. 
0 Comments



Leave a Reply.

    Fréttir

    Hér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! 

    Það má einnig nálgast nýjustu upplýsingar á Facebook og Instagram síðu Náttúrubarnaskólans. 

    Sendið okkur póst ef það er eitthvað sem þið eruð að velta fyrir okkur natturubarnaskoli@gmail.com. 

    Flestar fréttir eru skrifaðar af Dagrúnu Ósk Jónsdóttur yfirnáttúrubarni í Náttúrubarnaskólanum. 

    Greinar

    June 2021
    January 2021
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    July 2019
    May 2019
    April 2019
    July 2017
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    October 2015
    August 2015
    July 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband