Núna í sumar voru Náttúrubarnaskólinn og Strandabyggð í samstarfi um Skapandi sumarstörf. Þá fóru ungmenni í vinnuskólanum í skapandi sumarstörf hluta tímans undir leiðsögn Dagrúnar Óskar yfirnáttúrubarns. Það var mikið fjör og gerðu krakkarnir ýmislegt skemmtilegt. Þau bjuggu meðal annars til listaverk fyrir Hamingjudaga á Hólmavík þar sem fólk gat velt því fyrir sér hvað hamingjan er í raun og veru, bjuggu til hengirúm úr rekavið og neti á Sauðfjársetrinu og risastórann draumafangara. Auk þess sem þau skreyttu tilraunastofu Náttúrubarnaskólans og gengu frá henni svo hægt væri að taka hana í notkun. Þau tóku einnig þátt í verkefni sem heitir Hólmavík - Íbúabyggð og ferðamannastaður og komu upp með hugmyndir um hvað myndi gera bæinn að betri stað til að búa á og einnig til að heimsækja. Þetta verkefni gekk mjög vel og söfnuðust rúmlega 100 hugmyndir en niðurstöður vinnunar er hægt að nálgast í Facebook hóp með sama nafni. Ætlunin er síðan að skrifa skýrslu þar sem eitthvað af hugmyndunum verða lagðar fram og sjáum við þær því vonandi verða að veruleika á næstu árum. Þá stóðu þau fyrir viðburði á Hólmavík sem hét Heyhey- sumarfjör. Þar voru leikir, vatnsrennibraut og meira fjör og mættu rúmlega 50 manns á viðburðinn. Þau sáu um skipulagningu, undirbúning, markaðssetningu og stjórnun sumarfjörsins. Krakkarnir aðstoðuðu líka við undirbúning Náttúrubarnanámskeiða, komu með hugmyndir af leikjum, földu hamingjusteina í fjörunni, þróuðu leiki fyrir Furðuleikana og fleira. Einnig aðstoðuðu þau við undirbúning Náttúrubarnahátíðar á Ströndum sem er haldin helgina 28.-30. júlí. Þá bjuggu þau til ljósmyndamaraþon sem notast verður við á hátíðinni, útidót sem þau smíðuðu úr rekavið, Náttúrubarnasýningu sem verður á Sauðfjársetrinu þessa helgi, fuglaspil til að þekkja fugla og margt fleira.
0 Comments
Leave a Reply. |
FréttirHér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! Greinar
June 2024
Flokkar |