Náttúrubarnaskólinn
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband

Náttúrubarnahátíð á Ströndum helgina 28.-30. júlí

7/26/2017

0 Comments

 
Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Vertu þá velkomin á Náttúrubarnahátíð á Ströndum. Þar gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri! Hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og náttúrubörn á öllum aldri!

Náttúrubarnahátíðin verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum.
Aðgangseyrir er 3.000 kr. en hægt er að kaupa sig inn á hvern dag fyrir 1.500 kr.

Það er frítt fyrir hátíðargesti að gista í tjaldi á Kirkjubóli sem er rétt hjá Sævangi. Einnig er frábært tjaldsvæði á Hólmavík og ýmsir gististaðir í nágrenninu. Sundlaugin á Hólmavík býður gestum hátíðarinnar sem eru 14 ára og yngri frítt í sund meðan á hátíðinni stendur og eldri borga hálft gjald.
Picture

Dagskrá hátíðarinnar:


Föstudagurinn 28. júlí​

17:00 Stutt og skemmtileg gönguferð. Gengið frá Húsavíkurkleif að Sævangi.
18:30 Setning hátíðarinnar. Dagrún Ósk yfirnáttúrubarn segir nokkur orð. Gengið að veðurupplifunarstöðinni og framkvæmdur veðurgaldur til að tryggja gott veður alla helgina.
19:00 Tónleikar með hinni frábæru hljómsveit Ylju.
20:15 Náttúrubarnakviss. Skemmtilegur spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna. Sauðfjársetur á Ströndum býður hátíðargestum upp á vöfflur, djús og kaffi að kostnaðarlausu.
22:30 Fjörusöngur.


Laugardagurinn 29. júlí

11:00 Náttúrujóga, hugleiðsla og hljóðslökun með koparhörpu með Arnbjörgu hjá Jógahjartanu.
12:00 Sirkus sýning. Hluti sirkushópsins Melodic Objects sýnir Same Picture – Different Pose.
12:30 Náttúrufjör: Jurtalitun, unnið úr ull, unnið úr rekavið, tálgað, Strandahestar, Ynja Art með
myndlistarsýninguna Hlýnun, náttúrumarkaður, opið hús í tilraunastofunni og plastdýragarðinum. Ljósmyndamaraþon og fleira.
14:00 Trommutúttur: skemmtileg smiðja þar sem sköpunarkraftur og efniviður úr umhverfinu og náttúrunni er nýttur til trommu- og hljóðfæragerðar. Í framhaldinu verður haldinn trommuhringur þar sem allur hópurinn lætur ljós sitt skína og trommuna óma. Listrænn stjórnandi smiðjunnar er Arnar Snæberg Jónsson.
14:15 Skemmtileg og fræðandi gönguferð þar sem plöntur í umhverfinu verða skoðaðar með Hafdísi Sturlaugsdóttur hjá Náttúrustofu Vestfjarða.
16:00 Útieldun: spennandi smiðja þar sem náttúrubörn læra að kveikja eld, umgangast hann og náttúruna af virðingu og um leið nýta afurðir náttúrunnar í mat og drykk.
16:15 "Hvers vegna á ég að vernda náttúruna og hvernig fer ég að því?" Stórfróðlegt spjall með umhverfisstjórnunarfræðingnum Stefáni Gíslasyni.
18:00 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið.
20:00 Snillingurinn Svavar Knútur með tónleika.
21:30 Drauga- og tröllasögur í sagnahúsinu!


Sunnudagurinn 30. júlí

11:00 Skemmtilegt spjall um sjósund með þjóðfræðingnum Pétri Húna Björnssyni. Hefur þig alltaf langað að prófa en aldrei þorað? Nú er tækifærið! Þeir sem áhuga hafa láta vaða í sjóinn eftir fróðleikinn. Við mælum með að skella sér í heita pottinn á Hólmavík eftir sjóinn!

13:00 Hinn stórskemmtilegi töframaður Ingó Geirdal með sýningu.
14:00 Útileikir á Sævangsvelli.
16:00 Fjölskyldufjallganga. Kirkjubólshringurinn genginn. Gangan tekur um það bil 2 klst. og hækkun er 220 m.   
0 Comments



Leave a Reply.

    Fréttir

    Hér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! 

    Það má einnig nálgast nýjustu upplýsingar á Facebook og Instagram síðu Náttúrubarnaskólans. 

    Sendið okkur póst ef það er eitthvað sem þið eruð að velta fyrir okkur natturubarnaskoli@gmail.com. 

    Flestar fréttir eru skrifaðar af Dagrúnu Ósk Jónsdóttur yfirnáttúrubarni í Náttúrubarnaskólanum. 

    Greinar

    June 2021
    January 2021
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    July 2019
    May 2019
    April 2019
    July 2017
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    October 2015
    August 2015
    July 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband