Náttúrubarnaskólinn
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Á döfinni!
  • Hafðu samband

Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2019

7/18/2019

0 Comments

 
Picture
Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Á Náttúrubarnahátíð á Ströndum helgina 19.-21. júlí gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri!

Náttúrubarnahátíðin verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa.

Náttúrubarnahátíðin er fjölskylduhátíð og verður aðgangur ókeypis.

​Föstudagur 19. júlí 
17:00 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið.
18:00 Formleg setning hátíðarinnar. Gengið að veðurupplifunarstöðinni og framkvæmdur veðurgaldur til að tryggja gott veður alla helgina. 
18:00 Hægt að kaupa súpu og grillaðar pylsur (bæði grænmetis og ekki) í Sævangi.
19:00 Mögnuð töfrasýning með Jóni Víðis.
20:00 Náttúrubarnakvissið, æsispennandi spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna. Hægt verður að kaupa vöfflur í Sævangi.
22:00 Melasysturnar Ellen og Árný Björnsdætur halda uppi fjörinu í fjörusöng.

Laugardagurinn 20. júlí 
11:00 Náttúrujóga með Esther Ösp hjá Hvatastöðinni. Fullkomin leið til að komast í tengsl við sitt innra náttúrubarn. 
12:00 Undrin á plánetunni jörð, stórskemmtilegt spjall með Stjörnu Sævari fyrir börn og fullorðna. 
13:00 Náttúra og vísindi! Básar þar sem hægt er að ganga á milli og kynnast ólíkum rannsóknum sem tengjast náttúrunni, sjónum, gróðri og dýralífi. Strandahestar verða á staðnum, opið hús í tilraunastofunni og plastdýragarðinum. Súpa og grillaðar pylsur (bæði kjöt og grænmetis).
15:00 Tilraunasmiðja með Jóni Víðis. 
16:30 Náttúrupopp með Ellen Scheving, poppað yfir opnum eldi. 
17:15 Leikhópurinn Miðnætti sýnir stórskemmtilega tón- og leiklistarbræðinginn Sögur af nautum. 
18:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur og súpu (bæði grænmetis og ekki) í Sævangi.
20:00 Tónleikar og skemmtun með Jónsa í Svörtum fötum. 
21:30 Drauga- og tröllasögur í sagnahúsinu!

Sunnudagurinn 21. júlí 
11:00 Skemmtilegt spjall um sjósund með Pétri Húna og Hafdísi Hrund og kjörið tækifæri til að prófa að skella sér í sjóinn.
13:00 Sirkus Íslands skemmtir í Sævangi!
13:30 Spennandi náttúrusmiðja með Arfistanum Ástu Þórisdóttur.
15:00 Leikjasmiðja með Jóni Víðis á útivellinum í Sævangi. 
16:00 Fjöruplokk! Plokkað í fjörunni við Sævang.
0 Comments



Leave a Reply.

    Dagrún Ósk

    Yfirnáttúrubarn

    Greinar

    July 2019
    May 2019
    April 2019
    July 2017
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    October 2015
    August 2015
    July 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Á döfinni!
  • Hafðu samband