Núna er veturinn alveg að ganga í garð, en fyrst er haustið, mér finnst eiginlega vera haust alveg þangað til að snjórinn kemur, eða allavega þangað til í nóvember. Það er hellingur af skemmtilegum hlutum sem maður getur gert á veturnar til að rækta náttúrubarnið og skemmta sér saman. Skoða haustlitina Núna er laufblöðin að falla af trjánum í öllum fallegu haustlitunum! Þá er um að gera að fara út og týna nokkur falleg laufblöð og skoða litina, svo er hægt að fara með þau inn, pressa þau og föndra eitthvað fallegt úr þeim. Þú gætir jafnvel nýtt það í jólagjafir í desember! Stökkva í hrúgu af laufblöðum! Annað skemmtilegt sem hægt er að gera við fallin haustlaufin er að raka þeim saman í stóra hrúgu og stökkva svo í hana miðja svo þau þyrlist í allar áttir. Það er skemmtilegt. Fara í gönguferð Það er alltaf gaman að fara í gönguferð, sama hvaða árstíð það er og alltaf gaman að skoða hvaða áhrif árstíðirnar hafa á umhverfið. Byrja á ljósmyndaverkefni! Þetta er langtíma verkefni, veldu þér fjóra staði einhversstaðar úti og taktu mynd af þeim í haustbúningnum, Farðu svo aftur á þessa sömu staði í vetur, vor og sumar og taktu mynd. Þetta gæti verið mjög skemmtilegt og flott upp á vegg! Farðu út í rigninguna Þegar það kemur rigning er einstaklega gaman að fara út í gönguferð, taka svo tilhlaup og hoppa í alla polla sem á vegi þínum verða. Syngja svo mér finnst rigningin góð eins og þú eigir lífið að leysa. Halda upp á Hrekkjarvökuna Hrekkjavakan er skemmtilegur haustsiður 31. október en þá er sagt að alls konar furðuverur fari á kreik. Þá eru gjarna skorin út andlit í grasker og farið í skemmtilega búninga. Lesa góða bók Stundum er líka bara gaman að hjúfra sig undir teppi uppi í sófa og lesa bók og hafa það notalegt, drekka heitt kakó og narta í eitthvað gott.
0 Comments
Leave a Reply. |
FréttirHér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! Greinar
June 2024
Flokkar |