Núna er veturinn kominn! Þá er um að gera að skella sér út að leika í snjónum! Hér eru nokkrar hugmyndir um hvað er hægt að gera saman úti í vetur: Búa til snjókarl Það er alltaf gaman að búa til snjókarl, eða snjóskrímsli eða bara snjó hvað sem er! Það er um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausann tauminn og búa til eitthvað sniðugt úr snjónum. Fara út að renna sér Það er líka fjör að renna sér niður brekkur á sleða, skíðum, snjóbretti eða ef allt annað bregst, svörtum ruslapoka! Maður getur farið ótrúlega hratt ef manni tekst að finna góða brekku! Búa til snjóhús Það er líka hægt að byggja snjóhús eða göng í góðum skafli. Það er líka svo gaman að liggja þar inni þegar það er tilbúið með kerti og spjalla saman og jafnvel drekka kakó. Fara á skauta Það er alltaf mjög vetrarlegt að skella sér á skauta! Nota grýlukerti fyrir íspinna Grýlukerta íspinnar eru bæði mjög flottir og gómsætir! Hugsa um fuglana Þegar mikill snjór er úti er gott að hugsa aðeins um smá fuglana og fara út með korn handa þeim að borða. Einnig væri gaman að byggja fuglahús saman og setja upp úti í garði. Fara í gönguferð Það er alltaf hægt að fara í gönguferð sama hvort snjóar eða ekki! Það er líka svo ævintýralegt að virða fyrir sér náttúruna og umhverfið í vetrar búning. Fara í sund Það er líka alltaf gaman að fara í sund og þegar mjög kalt er úti verður extra þægilegt að slappa af í heita pottinum. Föndra Það er hægt að fá allskonar hugmyndir af vetrarlegu föndri á pinterest.com. Þá væri til dæmis hægt að föndra kertastjaka úr trjágreinum eða snjókorn úr eyrnapinnum og mála snjókarla á steina. Leiktu þér úti með vasaljós Á Íslandi verður dimmt mjög snemma yfir vetrartímann. Þá getur verið gaman að fara út í gönguferð með vasaljós, segja draugasögur eða ímynda sér að þau séu geislasverð. Skoða stjörnurnar og norðurljósin Þá er tilvalið að leggjast út í náttúruna og skoða stjörnurnar og norðurljósin og reyna jafnvel að sjá út einhver stjörnumerki og eiga svolítið Lion king móment. Allt passar þetta svo einstaklega vel með heitu kakó-i! Njótið vetrarins!
0 Comments
Í gær var þátturinn þar sem Náttúrubarnaskólinn birtist í Landanum sýndur í sjónvarpinu.
Ég var sjálf mjög ánægð með þáttinn og hann var mjög skemmtilegur! Krakkarnir voru algjörir snillingar og strákurinn með allar marglytturnar var ótrúlega fyndinn! Reyndar eru allir krakkarnir sem koma í Náttúrubarnaskólann algjörir snillingar og töluðu þau um það þegar þau komu til að taka upp Landann hvað krakkarnir væru áberandi opnir, uppátækjasamir og spyrðu mikið. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og þið getið horft á þáttinn með því að ýta á linkinn hérna fyrir neðan: http://www.ruv.is/frett/laera-ad-taka-eftir-tofrum-natturunnar Í dag fór ég á ùtinámsráðstefnu á Úlfljótsvatni. Það var mjög áhugavert og skemmtilegt en þar var boðið upp á allskonar skemmtileg námskeið og smiðjur sem tengjast útnámi. Ráðstefnan var vel sótt og var boðið upp á mat og ótrúlega góða súkkulaðiköku!
Ég ákvað að fara í þrár smiðjur og einn fyrirlestur. Fyrsta smiðjan var um hvernig maður byggir og afmarkar útileiksvæði. Ég fór líka í útieldun sem var mjög áhugavert og ég get örugglega notað mjög mikið í Náttúrubarnaskólanum næsta sumar, Ég fór líka á fyrirlestur um útivísindi og hvað maður þarf að hafa í huga í útikennslu og lærði nordic walking sem var mjög skemmtilegt og erfitt haha en þar lærði ég skemmtilega leiki. Hlakka mikið til að nýta þetta næsta sumar! ![]() Jæja sumarið var snilld, takk fyrir það!! Í sumar tók Náttúrubarnaskólinn á móti nokkrum hópum í maí sem var mjög skemmtilegt, við tókum til dæmis á móti 44 börnum úr grunnskólum í Búðardal, 14 nemendum í umhverfisfræði frá Bandaríkjunum, héldum kynningu á listamannaþingi Félags listamanna á Vestfjörðum, Grunnskóla börnum á Hólmavík sem komu með hænuunga í vist á Sauðfjársetrinu.
Takk fyrir sumarið!
Á föstudeginum á Hamingjudögum á Hólmavík opnaði ljósmyndasýningin Náttúrubörn á Ströndum í Kaupfélaginu á Hólmavík. Á sýningunni eru 16 ljósmyndir bæði úr starfinu og náttúrumyndir af Ströndum og sérstöðu þeirra. Þar eru líka upplýsingar um það sem er á ljósmyndunum bæði á íslensku og ensku. Á opnuninni var boðið upp á dýrindis jurtaseyði auk þess sem ég hélt stutta kynningu á Náttúrubarnaskólanum. Ljósmyndirnar á sýningunni eru teknar af mér (Dagrún Ósk Jónsdóttir) og Jóni Jónssyni.
Til stendur að sýningin verði uppi allt sumarið og næsta vetur líka. Núna er veturinn alveg að ganga í garð, en fyrst er haustið, mér finnst eiginlega vera haust alveg þangað til að snjórinn kemur, eða allavega þangað til í nóvember. Það er hellingur af skemmtilegum hlutum sem maður getur gert á veturnar til að rækta náttúrubarnið og skemmta sér saman. Skoða haustlitina Núna er laufblöðin að falla af trjánum í öllum fallegu haustlitunum! Þá er um að gera að fara út og týna nokkur falleg laufblöð og skoða litina, svo er hægt að fara með þau inn, pressa þau og föndra eitthvað fallegt úr þeim. Þú gætir jafnvel nýtt það í jólagjafir í desember! Stökkva í hrúgu af laufblöðum! Annað skemmtilegt sem hægt er að gera við fallin haustlaufin er að raka þeim saman í stóra hrúgu og stökkva svo í hana miðja svo þau þyrlist í allar áttir. Það er skemmtilegt. Fara í gönguferð Það er alltaf gaman að fara í gönguferð, sama hvaða árstíð það er og alltaf gaman að skoða hvaða áhrif árstíðirnar hafa á umhverfið. Byrja á ljósmyndaverkefni! Þetta er langtíma verkefni, veldu þér fjóra staði einhversstaðar úti og taktu mynd af þeim í haustbúningnum, Farðu svo aftur á þessa sömu staði í vetur, vor og sumar og taktu mynd. Þetta gæti verið mjög skemmtilegt og flott upp á vegg! Farðu út í rigninguna Þegar það kemur rigning er einstaklega gaman að fara út í gönguferð, taka svo tilhlaup og hoppa í alla polla sem á vegi þínum verða. Syngja svo mér finnst rigningin góð eins og þú eigir lífið að leysa. Halda upp á Hrekkjarvökuna Hrekkjavakan er skemmtilegur haustsiður 31. október en þá er sagt að alls konar furðuverur fari á kreik. Þá eru gjarna skorin út andlit í grasker og farið í skemmtilega búninga. Lesa góða bók Stundum er líka bara gaman að hjúfra sig undir teppi uppi í sófa og lesa bók og hafa það notalegt, drekka heitt kakó og narta í eitthvað gott.
Þegar að við komum inn fengum við okkur kaffi, enda öll orðin pínulítið svöng og kalt. Það voru einmitt nokkrir kínverjar í kaffi á Sauðfjársetrinu sem voru mjög hrifnir af okkur og tóku fullt af myndum.
Við ákváðum að gera jurtaseyðið bara inni því það var svo kalt úti svo við náðum í tvær hellur til að fara með í Náttúrubarnahornið. Þar gerðum við svo bæði seyði og jurtalit á sama tíma. Við gerðum lit úr njólanum og suður hann í vatni í smá stund. Í miðri eldamennskunni settum við svo óvart brunakerfið í gang svo hátt að mamma heyrði í því heim og þurfti að bruna yfir í Sævang til að slökkva á því fyrir okkur. Jurtaseyðið var ágætt og þegar liturinn var tilbúinn settum við hvítt garn ofan í hann og fórum svo að gera annað á meðan við biðum því liturinn er svolitla stund að lita bandið. Við stimpluðum jurtirnar sem við týndum á steina með málingu en það gekk eitthvað brösulega því blómin festust saman. Þá ákváðum við að mála frekar bara listaverk á steinana. Eftir það gerðum við Blómapott úr 1/2 l. gosflösku og gróðursettum í þá falleg blóm. Bandið var svo svona fallega gult á litinn og minnti helst á spagettí. |
FréttirHér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! Greinar
June 2021
Flokkar |