Náttúrubarnaskólinn
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband

Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2021

6/30/2021

0 Comments

 
Picture
0 Comments

Rúnaratleikur á Hólmavík

1/8/2021

0 Comments

 
Picture
Skemmtilegur rúnaratleikur fyrir alla fjölskylduna núna um helgina á meðan hin skemmtilega hátíð Vetrarsól á Ströndum er í gangi.

Öll geta tekið þátt og farið út að leika!
​
Átta rúnir eru faldar víðs vegar um Hólmavík, finndu þær allar og síðan lausnarorðið og sendu það inn á natturubarnaskoli@gmail.com! 
Hér koma nokkrar erfiðar vísbendingar um staðsetningu rúnanna:

Við krossins hús á háum hól, er eina rún að finna.
Margir fara þar um jól, en nú skal leikinn vinna.

Hjá grænu húsi með góðum mat,

er næsta rún, það er ekkert plat.

Í gömlum bæ býr enginn lengur.

Bíður þar einn lukkufengur?

Þar sem galdragrös á sumrin spretta,

sérðu kannski táknið rétta.

Vatn rennur um listaverkið,

vel er falið næsta merkið.

Hér er stundum syfjað fólkið smáa

og sparkað oft í tuðruknöttinn knáa.

Þar sem ljósið blikkar löngum stundum,

í litlu húsi, eina rún við fundum.

Í stórum potti fólkið soðnar fljótt,

á bak við eyrun aðrir blotna skjótt

Átta táknum skal svo raða á réttan máta,

rúnaleiksins leysist við það gáta.

​Vonandi skemmtiði ykkur vel!

Náttúrubarnaskólinn og Þjóðfræðistofa
0 Comments

Takk fyrir sumarið!

8/5/2020

0 Comments

 
Þá er dagskrá Náttúrubarnaskólans sumarið 2020 lokið! Þrátt fyrir að námskeiðum í ágúst hafi verið aflýst vegna faraldursins vorum við svo heppin að ná að gera ýmislegt skemmtilegt í sumar og halda fjölda viðburða og námskeiða.

Í júní héldum við tvö skemmtileg og mjög vel sótt vikunámskeið þar sem við meðal annars gerðum fuglahræður, jurtaseyði og flugdreka, sendum flöskuskeyti, fórum í fuglaskoðun, fjöruna, sjóræningjaratleik, sveitaheimsókn, gönguferðir og leiki
Þá héldum við nokkur fimmtudagsnámskeið, fengum góða gesti víkinga og brúðuleikhús, fórum í gönguferðir á Ströndum og í Dölum og tókum á móti leikskólahópum. 

Svo í júlí héldum við Náttúrubarnahátíð með pompi og prakt og hafa líklega um 150 manns heimsótt hátíðina, við fengum líka fullt af frábæru listafólki og skemmtikröftum í heimsókn, gott veður og áttum góðan dag saman úti í náttúrunni

​
Við þökkum öllum kærlega fyrir sumarið og hlökkum til að sjá ykkur aftur næsta sumar
0 Comments

Dagskrá Náttúrubarnahátíðar 2020

7/5/2020

0 Comments

 
Náttúrubarnahátíðin verður með aðeins minna sniði í sumar en áður vegna covid-19. Í þetta skipti verður hún einn dagur í stað þriggja. Engu að síður verður full dagskrá af fjöri og við hlökkum til að sjá ykkur.

​Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Á Náttúrubarnahátíð á Ströndum þann 11. júlí gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri!

Náttúrubarnahátíðin verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa.

Náttúrubarnahátíðin er fjölskylduhátíð og verður aðgangur ókeypis 

Laugardagurinn 11. júlí
11:00 Náttúrujóga með Hvatastöðinni
12:00 Rölt eftir stígnum Sjávarslóð og framkvæmdur Veðurgaldur
12:00 Hægt að kaupa súpur og samlokur í Sævangi
12:30 Magnað atriði frá Sirkus Íslands
13:00 Spennandi útismiðja með Jóni Víðis
14:30 Náttúruhljóðsmiðja, hljóðum úr náttúrunni safnað og notuð í tónverk með aðstoð tækninnar, Auður Viðarsdóttir er listrænn stjórnandi smiðjunnar
16:00 Gönguferð í teistuvarpið, kíkt á teistuunga sem búa í kössum í fjörunni
17:00 Strandahestar, bogfimi og opið hús í tilraunastofunni
17:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur í Sævangi
19:00 Töfrasýning með Jóni Víðis
20:00 Stuðboltinn Raggi Torfa stjórnar fjörusöng
21:30 Trölla- og draugasögur í Sagnahúsinu
Við skulum öll passa vel upp á sóttvarnir. Náttúrubarnahátíðin í ár er smærri í sniðum en áður og verður hún haldin á einum degi þann 11. júlí að langmestu leyti utandyra 
Náttúrubarnahátíð 2020 er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða
0 Comments

Sumardagskrá Náttúrubarnaskólans 2020

6/5/2020

0 Comments

 
Picture
0 Comments

Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2019

7/18/2019

0 Comments

 
Picture
Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Á Náttúrubarnahátíð á Ströndum helgina 19.-21. júlí gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri!

Náttúrubarnahátíðin verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa.

Náttúrubarnahátíðin er fjölskylduhátíð og verður aðgangur ókeypis.

​Föstudagur 19. júlí 
17:00 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið.
18:00 Formleg setning hátíðarinnar. Gengið að veðurupplifunarstöðinni og framkvæmdur veðurgaldur til að tryggja gott veður alla helgina. 
18:00 Hægt að kaupa súpu og grillaðar pylsur (bæði grænmetis og ekki) í Sævangi.
19:00 Mögnuð töfrasýning með Jóni Víðis.
20:00 Náttúrubarnakvissið, æsispennandi spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna. Hægt verður að kaupa vöfflur í Sævangi.
22:00 Melasysturnar Ellen og Árný Björnsdætur halda uppi fjörinu í fjörusöng.

Laugardagurinn 20. júlí 
11:00 Náttúrujóga með Esther Ösp hjá Hvatastöðinni. Fullkomin leið til að komast í tengsl við sitt innra náttúrubarn. 
12:00 Undrin á plánetunni jörð, stórskemmtilegt spjall með Stjörnu Sævari fyrir börn og fullorðna. 
13:00 Náttúra og vísindi! Básar þar sem hægt er að ganga á milli og kynnast ólíkum rannsóknum sem tengjast náttúrunni, sjónum, gróðri og dýralífi. Strandahestar verða á staðnum, opið hús í tilraunastofunni og plastdýragarðinum. Súpa og grillaðar pylsur (bæði kjöt og grænmetis).
15:00 Tilraunasmiðja með Jóni Víðis. 
16:30 Náttúrupopp með Ellen Scheving, poppað yfir opnum eldi. 
17:15 Leikhópurinn Miðnætti sýnir stórskemmtilega tón- og leiklistarbræðinginn Sögur af nautum. 
18:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur og súpu (bæði grænmetis og ekki) í Sævangi.
20:00 Tónleikar og skemmtun með Jónsa í Svörtum fötum. 
21:30 Drauga- og tröllasögur í sagnahúsinu!

Sunnudagurinn 21. júlí 
11:00 Skemmtilegt spjall um sjósund með Pétri Húna og Hafdísi Hrund og kjörið tækifæri til að prófa að skella sér í sjóinn.
13:00 Sirkus Íslands skemmtir í Sævangi!
13:30 Spennandi náttúrusmiðja með Arfistanum Ástu Þórisdóttur.
15:00 Leikjasmiðja með Jóni Víðis á útivellinum í Sævangi. 
16:00 Fjöruplokk! Plokkað í fjörunni við Sævang.
0 Comments

Sumarið 2019!

5/8/2019

0 Comments

 
Picture
Hér má sjá dagsetningar Náttúrubarnaskólans á Ströndum fyrir sumarið 2019! 
Í sumar verður þó líka sú nýbreytni að Náttúrubarnaskólinn mun heimsækja fleiri staði og halda námskeið og hlökkum við til að deila því með ykkur!
0 Comments

Heimasíðan loksins komin í loftið á ný!

4/10/2019

0 Comments

 
Því miður lá heimasíða Náttúrubarnaskólans niðri meiri part ársins 2018 en við fögnum því að hún er nú komin í loftið á ný og hlökkum til að segja ykkur frá því sem er framundan!
0 Comments

Náttúrubarnahátíð á Ströndum helgina 28.-30. júlí

7/26/2017

0 Comments

 
Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Vertu þá velkomin á Náttúrubarnahátíð á Ströndum. Þar gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri! Hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og náttúrubörn á öllum aldri!

Náttúrubarnahátíðin verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum.
Aðgangseyrir er 3.000 kr. en hægt er að kaupa sig inn á hvern dag fyrir 1.500 kr.

Það er frítt fyrir hátíðargesti að gista í tjaldi á Kirkjubóli sem er rétt hjá Sævangi. Einnig er frábært tjaldsvæði á Hólmavík og ýmsir gististaðir í nágrenninu. Sundlaugin á Hólmavík býður gestum hátíðarinnar sem eru 14 ára og yngri frítt í sund meðan á hátíðinni stendur og eldri borga hálft gjald.
Picture

Dagskrá hátíðarinnar:


Föstudagurinn 28. júlí​

17:00 Stutt og skemmtileg gönguferð. Gengið frá Húsavíkurkleif að Sævangi.
18:30 Setning hátíðarinnar. Dagrún Ósk yfirnáttúrubarn segir nokkur orð. Gengið að veðurupplifunarstöðinni og framkvæmdur veðurgaldur til að tryggja gott veður alla helgina.
19:00 Tónleikar með hinni frábæru hljómsveit Ylju.
20:15 Náttúrubarnakviss. Skemmtilegur spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna. Sauðfjársetur á Ströndum býður hátíðargestum upp á vöfflur, djús og kaffi að kostnaðarlausu.
22:30 Fjörusöngur.


Laugardagurinn 29. júlí

11:00 Náttúrujóga, hugleiðsla og hljóðslökun með koparhörpu með Arnbjörgu hjá Jógahjartanu.
12:00 Sirkus sýning. Hluti sirkushópsins Melodic Objects sýnir Same Picture – Different Pose.
12:30 Náttúrufjör: Jurtalitun, unnið úr ull, unnið úr rekavið, tálgað, Strandahestar, Ynja Art með
myndlistarsýninguna Hlýnun, náttúrumarkaður, opið hús í tilraunastofunni og plastdýragarðinum. Ljósmyndamaraþon og fleira.
14:00 Trommutúttur: skemmtileg smiðja þar sem sköpunarkraftur og efniviður úr umhverfinu og náttúrunni er nýttur til trommu- og hljóðfæragerðar. Í framhaldinu verður haldinn trommuhringur þar sem allur hópurinn lætur ljós sitt skína og trommuna óma. Listrænn stjórnandi smiðjunnar er Arnar Snæberg Jónsson.
14:15 Skemmtileg og fræðandi gönguferð þar sem plöntur í umhverfinu verða skoðaðar með Hafdísi Sturlaugsdóttur hjá Náttúrustofu Vestfjarða.
16:00 Útieldun: spennandi smiðja þar sem náttúrubörn læra að kveikja eld, umgangast hann og náttúruna af virðingu og um leið nýta afurðir náttúrunnar í mat og drykk.
16:15 "Hvers vegna á ég að vernda náttúruna og hvernig fer ég að því?" Stórfróðlegt spjall með umhverfisstjórnunarfræðingnum Stefáni Gíslasyni.
18:00 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið.
20:00 Snillingurinn Svavar Knútur með tónleika.
21:30 Drauga- og tröllasögur í sagnahúsinu!


Sunnudagurinn 30. júlí

11:00 Skemmtilegt spjall um sjósund með þjóðfræðingnum Pétri Húna Björnssyni. Hefur þig alltaf langað að prófa en aldrei þorað? Nú er tækifærið! Þeir sem áhuga hafa láta vaða í sjóinn eftir fróðleikinn. Við mælum með að skella sér í heita pottinn á Hólmavík eftir sjóinn!

13:00 Hinn stórskemmtilegi töframaður Ingó Geirdal með sýningu.
14:00 Útileikir á Sævangsvelli.
16:00 Fjölskyldufjallganga. Kirkjubólshringurinn genginn. Gangan tekur um það bil 2 klst. og hækkun er 220 m.   
0 Comments

Skapandi sumarstörf í Náttúrubarnaskólanum

7/16/2017

0 Comments

 
Núna í sumar voru Náttúrubarnaskólinn og Strandabyggð í samstarfi um Skapandi sumarstörf. Þá fóru ungmenni í vinnuskólanum í skapandi sumarstörf hluta tímans undir leiðsögn Dagrúnar Óskar yfirnáttúrubarns. Það var mikið fjör og gerðu krakkarnir ýmislegt skemmtilegt. Þau bjuggu meðal annars til listaverk fyrir Hamingjudaga á Hólmavík þar sem fólk gat velt því fyrir sér hvað hamingjan er í raun og veru, bjuggu til hengirúm úr rekavið og neti á Sauðfjársetrinu og risastórann draumafangara. Auk þess sem þau skreyttu tilraunastofu Náttúrubarnaskólans og gengu frá henni svo hægt væri að taka hana í notkun. 
Picture

Þau tóku einnig þátt í verkefni sem heitir Hólmavík - Íbúabyggð og ferðamannastaður og komu upp með hugmyndir um hvað myndi gera bæinn að betri stað til að búa á og einnig til að heimsækja. Þetta verkefni gekk mjög vel og söfnuðust rúmlega 100 hugmyndir en niðurstöður vinnunar er hægt að nálgast í Facebook hóp með sama nafni. 

Ætlunin er síðan að skrifa skýrslu þar sem eitthvað af hugmyndunum verða lagðar fram og sjáum við þær því vonandi verða að veruleika á næstu árum. 
Picture

Þá stóðu þau fyrir viðburði á Hólmavík sem hét Heyhey- sumarfjör. Þar voru leikir, vatnsrennibraut og meira fjör og mættu rúmlega 50 manns á viðburðinn. Þau sáu um skipulagningu, undirbúning, markaðssetningu og stjórnun sumarfjörsins.
Picture

Krakkarnir aðstoðuðu líka við undirbúning Náttúrubarnanámskeiða, komu með hugmyndir af leikjum, földu hamingjusteina í fjörunni, þróuðu leiki fyrir Furðuleikana og fleira. Einnig aðstoðuðu þau við undirbúning Náttúrubarnahátíðar á Ströndum sem er haldin helgina 28.-30. júlí. Þá bjuggu þau til ljósmyndamaraþon sem notast verður við á hátíðinni, útidót sem þau smíðuðu úr rekavið, Náttúrubarnasýningu sem verður á Sauðfjársetrinu þessa helgi, fuglaspil til að þekkja fugla og margt fleira. 
0 Comments
<<Previous

    Fréttir

    Hér koma nýjar fréttir og viðburðir Náttúrubarnaskólans inn. Endilega fylgist með! 

    Það má einnig nálgast nýjustu upplýsingar á Facebook og Instagram síðu Náttúrubarnaskólans. 

    Sendið okkur póst ef það er eitthvað sem þið eruð að velta fyrir okkur natturubarnaskoli@gmail.com. 

    Flestar fréttir eru skrifaðar af Dagrúnu Ósk Jónsdóttur yfirnáttúrubarni í Náttúrubarnaskólanum. 

    Greinar

    June 2021
    January 2021
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    July 2019
    May 2019
    April 2019
    July 2017
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    October 2015
    August 2015
    July 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Hafðu samband