Náttúrubarnaskólinn
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Á döfinni!
  • Hafðu samband

Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2019

7/18/2019

0 Comments

 
Picture
Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Á Náttúrubarnahátíð á Ströndum helgina 19.-21. júlí gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri!

Náttúrubarnahátíðin verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi, þar sem Náttúrubarnaskólinn er til húsa.

Náttúrubarnahátíðin er fjölskylduhátíð og verður aðgangur ókeypis.

​Föstudagur 19. júlí 
17:00 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið.
18:00 Formleg setning hátíðarinnar. Gengið að veðurupplifunarstöðinni og framkvæmdur veðurgaldur til að tryggja gott veður alla helgina. 
18:00 Hægt að kaupa súpu og grillaðar pylsur (bæði grænmetis og ekki) í Sævangi.
19:00 Mögnuð töfrasýning með Jóni Víðis.
20:00 Náttúrubarnakvissið, æsispennandi spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna. Hægt verður að kaupa vöfflur í Sævangi.
22:00 Melasysturnar Ellen og Árný Björnsdætur halda uppi fjörinu í fjörusöng.

Laugardagurinn 20. júlí 
11:00 Náttúrujóga með Esther Ösp hjá Hvatastöðinni. Fullkomin leið til að komast í tengsl við sitt innra náttúrubarn. 
12:00 Undrin á plánetunni jörð, stórskemmtilegt spjall með Stjörnu Sævari fyrir börn og fullorðna. 
13:00 Náttúra og vísindi! Básar þar sem hægt er að ganga á milli og kynnast ólíkum rannsóknum sem tengjast náttúrunni, sjónum, gróðri og dýralífi. Strandahestar verða á staðnum, opið hús í tilraunastofunni og plastdýragarðinum. Súpa og grillaðar pylsur (bæði kjöt og grænmetis).
15:00 Tilraunasmiðja með Jóni Víðis. 
16:30 Náttúrupopp með Ellen Scheving, poppað yfir opnum eldi. 
17:15 Leikhópurinn Miðnætti sýnir stórskemmtilega tón- og leiklistarbræðinginn Sögur af nautum. 
18:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur og súpu (bæði grænmetis og ekki) í Sævangi.
20:00 Tónleikar og skemmtun með Jónsa í Svörtum fötum. 
21:30 Drauga- og tröllasögur í sagnahúsinu!

Sunnudagurinn 21. júlí 
11:00 Skemmtilegt spjall um sjósund með Pétri Húna og Hafdísi Hrund og kjörið tækifæri til að prófa að skella sér í sjóinn.
13:00 Sirkus Íslands skemmtir í Sævangi!
13:30 Spennandi náttúrusmiðja með Arfistanum Ástu Þórisdóttur.
15:00 Leikjasmiðja með Jóni Víðis á útivellinum í Sævangi. 
16:00 Fjöruplokk! Plokkað í fjörunni við Sævang.
0 Comments

Sumarið 2019!

5/8/2019

0 Comments

 
Picture
Hér má sjá dagsetningar Náttúrubarnaskólans á Ströndum fyrir sumarið 2019! 
Í sumar verður þó líka sú nýbreytni að Náttúrubarnaskólinn mun heimsækja fleiri staði og halda námskeið og hlökkum við til að deila því með ykkur!
0 Comments

Heimasíðan loksins komin í loftið á ný!

4/10/2019

0 Comments

 
Því miður lá heimasíða Náttúrubarnaskólans niðri meiri part ársins 2018 en við fögnum því að hún er nú komin í loftið á ný og hlökkum til að segja ykkur frá því sem er framundan!
0 Comments

Náttúrubarnahátíð á Ströndum helgina 28.-30. júlí

7/26/2017

0 Comments

 
Langar þig að komast í betri tengsl við þitt innra náttúrubarn? Vertu þá velkomin á Náttúrubarnahátíð á Ströndum. Þar gefst þér tækifæri til að finna og rækta náttúrubarnið í þér á skemmtilegri dagskrá fullri af allskonar fróðleik og fjöri! Hátíðin er fyrir alla fjölskylduna og náttúrubörn á öllum aldri!

Náttúrubarnahátíðin verður haldin á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum.
Aðgangseyrir er 3.000 kr. en hægt er að kaupa sig inn á hvern dag fyrir 1.500 kr.

Það er frítt fyrir hátíðargesti að gista í tjaldi á Kirkjubóli sem er rétt hjá Sævangi. Einnig er frábært tjaldsvæði á Hólmavík og ýmsir gististaðir í nágrenninu. Sundlaugin á Hólmavík býður gestum hátíðarinnar sem eru 14 ára og yngri frítt í sund meðan á hátíðinni stendur og eldri borga hálft gjald.
Picture

Dagskrá hátíðarinnar:


Föstudagurinn 28. júlí​

17:00 Stutt og skemmtileg gönguferð. Gengið frá Húsavíkurkleif að Sævangi.
18:30 Setning hátíðarinnar. Dagrún Ósk yfirnáttúrubarn segir nokkur orð. Gengið að veðurupplifunarstöðinni og framkvæmdur veðurgaldur til að tryggja gott veður alla helgina.
19:00 Tónleikar með hinni frábæru hljómsveit Ylju.
20:15 Náttúrubarnakviss. Skemmtilegur spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna. Sauðfjársetur á Ströndum býður hátíðargestum upp á vöfflur, djús og kaffi að kostnaðarlausu.
22:30 Fjörusöngur.


Laugardagurinn 29. júlí

11:00 Náttúrujóga, hugleiðsla og hljóðslökun með koparhörpu með Arnbjörgu hjá Jógahjartanu.
12:00 Sirkus sýning. Hluti sirkushópsins Melodic Objects sýnir Same Picture – Different Pose.
12:30 Náttúrufjör: Jurtalitun, unnið úr ull, unnið úr rekavið, tálgað, Strandahestar, Ynja Art með
myndlistarsýninguna Hlýnun, náttúrumarkaður, opið hús í tilraunastofunni og plastdýragarðinum. Ljósmyndamaraþon og fleira.
14:00 Trommutúttur: skemmtileg smiðja þar sem sköpunarkraftur og efniviður úr umhverfinu og náttúrunni er nýttur til trommu- og hljóðfæragerðar. Í framhaldinu verður haldinn trommuhringur þar sem allur hópurinn lætur ljós sitt skína og trommuna óma. Listrænn stjórnandi smiðjunnar er Arnar Snæberg Jónsson.
14:15 Skemmtileg og fræðandi gönguferð þar sem plöntur í umhverfinu verða skoðaðar með Hafdísi Sturlaugsdóttur hjá Náttúrustofu Vestfjarða.
16:00 Útieldun: spennandi smiðja þar sem náttúrubörn læra að kveikja eld, umgangast hann og náttúruna af virðingu og um leið nýta afurðir náttúrunnar í mat og drykk.
16:15 "Hvers vegna á ég að vernda náttúruna og hvernig fer ég að því?" Stórfróðlegt spjall með umhverfisstjórnunarfræðingnum Stefáni Gíslasyni.
18:00 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið.
20:00 Snillingurinn Svavar Knútur með tónleika.
21:30 Drauga- og tröllasögur í sagnahúsinu!


Sunnudagurinn 30. júlí

11:00 Skemmtilegt spjall um sjósund með þjóðfræðingnum Pétri Húna Björnssyni. Hefur þig alltaf langað að prófa en aldrei þorað? Nú er tækifærið! Þeir sem áhuga hafa láta vaða í sjóinn eftir fróðleikinn. Við mælum með að skella sér í heita pottinn á Hólmavík eftir sjóinn!

13:00 Hinn stórskemmtilegi töframaður Ingó Geirdal með sýningu.
14:00 Útileikir á Sævangsvelli.
16:00 Fjölskyldufjallganga. Kirkjubólshringurinn genginn. Gangan tekur um það bil 2 klst. og hækkun er 220 m.   
0 Comments

Skapandi sumarstörf í Náttúrubarnaskólanum

7/16/2017

0 Comments

 
Núna í sumar voru Náttúrubarnaskólinn og Strandabyggð í samstarfi um Skapandi sumarstörf. Þá fóru ungmenni í vinnuskólanum í skapandi sumarstörf hluta tímans undir leiðsögn Dagrúnar Óskar yfirnáttúrubarns. Það var mikið fjör og gerðu krakkarnir ýmislegt skemmtilegt. Þau bjuggu meðal annars til listaverk fyrir Hamingjudaga á Hólmavík þar sem fólk gat velt því fyrir sér hvað hamingjan er í raun og veru, bjuggu til hengirúm úr rekavið og neti á Sauðfjársetrinu og risastórann draumafangara. Auk þess sem þau skreyttu tilraunastofu Náttúrubarnaskólans og gengu frá henni svo hægt væri að taka hana í notkun. 
Picture

Þau tóku einnig þátt í verkefni sem heitir Hólmavík - Íbúabyggð og ferðamannastaður og komu upp með hugmyndir um hvað myndi gera bæinn að betri stað til að búa á og einnig til að heimsækja. Þetta verkefni gekk mjög vel og söfnuðust rúmlega 100 hugmyndir en niðurstöður vinnunar er hægt að nálgast í Facebook hóp með sama nafni. 

Ætlunin er síðan að skrifa skýrslu þar sem eitthvað af hugmyndunum verða lagðar fram og sjáum við þær því vonandi verða að veruleika á næstu árum. 
Picture

Þá stóðu þau fyrir viðburði á Hólmavík sem hét Heyhey- sumarfjör. Þar voru leikir, vatnsrennibraut og meira fjör og mættu rúmlega 50 manns á viðburðinn. Þau sáu um skipulagningu, undirbúning, markaðssetningu og stjórnun sumarfjörsins.
Picture

Krakkarnir aðstoðuðu líka við undirbúning Náttúrubarnanámskeiða, komu með hugmyndir af leikjum, földu hamingjusteina í fjörunni, þróuðu leiki fyrir Furðuleikana og fleira. Einnig aðstoðuðu þau við undirbúning Náttúrubarnahátíðar á Ströndum sem er haldin helgina 28.-30. júlí. Þá bjuggu þau til ljósmyndamaraþon sem notast verður við á hátíðinni, útidót sem þau smíðuðu úr rekavið, Náttúrubarnasýningu sem verður á Sauðfjársetrinu þessa helgi, fuglaspil til að þekkja fugla og margt fleira. 
0 Comments

11 hlutir sem er gaman að gera saman í vetur!

11/23/2016

0 Comments

 

​Núna er veturinn kominn! Þá er um að gera að skella sér út að leika í snjónum!
Picture
Picture

​Hér eru nokkrar hugmyndir um hvað er hægt að gera saman úti í vetur:

Búa til snjókarl

Það er alltaf gaman að búa til snjókarl, eða snjóskrímsli eða bara snjó hvað sem er! Það er um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausann tauminn og búa til eitthvað sniðugt úr snjónum. 

Fara út að renna sér
Það er líka fjör að renna sér niður brekkur á sleða, skíðum, snjóbretti eða ef allt annað bregst, svörtum ruslapoka! Maður getur farið ótrúlega hratt ef manni tekst að finna góða brekku!

Búa til snjóhús
Það er líka hægt að byggja snjóhús eða göng í góðum skafli. Það er líka svo gaman að liggja þar inni þegar það er tilbúið með kerti og spjalla saman og jafnvel drekka kakó.

Fara á skauta
Það er alltaf mjög vetrarlegt að skella sér á skauta!

Nota grýlukerti fyrir íspinna
Grýlukerta íspinnar eru bæði mjög flottir og gómsætir!

Hugsa um fuglana
Þegar mikill snjór er úti er gott að hugsa aðeins um smá fuglana og fara út með korn handa þeim að borða. Einnig væri gaman að byggja fuglahús saman og setja upp úti í garði.

Fara í gönguferð
Það er alltaf hægt að fara í gönguferð sama hvort snjóar eða ekki! Það er líka svo ævintýralegt að virða fyrir sér náttúruna og umhverfið í vetrar búning. 

Fara í sund
Það er líka alltaf gaman að fara í sund og þegar mjög kalt er úti verður extra þægilegt að slappa af í heita pottinum. 

Föndra 
Það er hægt að fá allskonar hugmyndir af vetrarlegu föndri á pinterest.com. Þá væri til dæmis hægt að föndra kertastjaka úr trjágreinum eða snjókorn úr eyrnapinnum og mála snjókarla á steina.

Leiktu þér úti með vasaljós
Á Íslandi verður dimmt mjög snemma yfir vetrartímann. Þá getur verið gaman að fara út í gönguferð með vasaljós, segja draugasögur eða ímynda sér að þau séu geislasverð. 

Skoða stjörnurnar og norðurljósin
Þá er tilvalið að leggjast út í náttúruna og skoða stjörnurnar og norðurljósin og reyna jafnvel að sjá út einhver stjörnumerki og eiga svolítið Lion king móment.

Allt passar þetta svo einstaklega vel með heitu kakó-i!
Njótið vetrarins!


0 Comments

Skýrsluskil

9/26/2016

0 Comments

 
Picture
Í dag skilaði ég skýrslu til Rannís en við fengum styrk síðasta sumar frá Nýsköpunarsjóð Námsmanna og erum við ótrúlega þakklát fyrir allann þann stuðning sem við höfum fengið en styrktaraðila Náttúrubarnaskólans er hægt að finna á forsíðu heimasíðunnar. 

Það verður gaman að skila skýrslunni og fara að hugsa um það næsta!
0 Comments

Náttúrubarnaskólinn í Landanum

9/19/2016

0 Comments

 
Picture
Í gær var þátturinn þar sem Náttúrubarnaskólinn birtist í Landanum sýndur í sjónvarpinu.
Ég var sjálf mjög ánægð með þáttinn og hann var mjög skemmtilegur! Krakkarnir voru algjörir snillingar og strákurinn með allar marglytturnar var ótrúlega fyndinn! Reyndar eru allir krakkarnir sem koma í Náttúrubarnaskólann algjörir snillingar og töluðu þau um það þegar þau komu til að taka upp Landann hvað krakkarnir væru áberandi opnir, uppátækjasamir og spyrðu mikið. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og þið getið horft á þáttinn með því að ýta á linkinn hérna fyrir neðan:

​http://www.ruv.is/frett/laera-ad-taka-eftir-tofrum-natturunnar 
0 Comments

Útinámsráðstefna á Úlfljótsvatni

9/18/2016

0 Comments

 
Picture
Í dag fór ég á ùtinámsráðstefnu á Úlfljótsvatni. Það var mjög áhugavert og skemmtilegt en þar var boðið upp á allskonar skemmtileg námskeið og smiðjur sem tengjast útnámi. Ráðstefnan var vel sótt og var boðið upp á mat og ótrúlega góða súkkulaðiköku!

Ég ákvað að fara í þrár smiðjur og einn fyrirlestur. Fyrsta smiðjan var um hvernig maður byggir og afmarkar útileiksvæði. Ég fór líka í útieldun sem var mjög áhugavert og ég get örugglega notað mjög mikið í Náttúrubarnaskólanum næsta sumar, Ég fór líka á fyrirlestur um útivísindi og hvað maður þarf að hafa í huga í útikennslu og lærði nordic walking sem var mjög skemmtilegt og erfitt haha en þar lærði ég skemmtilega leiki.

Hlakka mikið til að nýta þetta næsta sumar!

0 Comments

Takk fyrir sumarið!!

9/1/2016

0 Comments

 
Picture

​Jæja sumarið var snilld, takk fyrir það!!

Í sumar tók Náttúrubarnaskólinn á móti nokkrum hópum í maí sem var mjög skemmtilegt, við tókum til dæmis á móti 44 börnum úr grunnskólum í Búðardal, 14 nemendum í umhverfisfræði frá Bandaríkjunum, héldum kynningu á listamannaþingi Félags listamanna á Vestfjörðum, Grunnskóla börnum á Hólmavík sem komu með hænuunga í vist á Sauðfjársetrinu. 


​Í fyrsta skipti hélt Náttúrubarnaskólinn tvö vikulöng leikjanámskeið í samstarfi við Strandabyggð. Námskeiðin voru skemmtileg og var meiri áhersla á leiki en á hefðbundnum Náttúrubarnanámskeiðum þó náttúruskoðunin hafi verið með líka. 


Í sumar voru svo líka hin hefðbundnu fimmtudagsfjör og þrjú helgarnámskeið. Í sumar bættist við nýtt þema tilraunaþema með opnun tilraunastofunnar sem við opnuðum líka í sumar.

Á Hamingjudögum opnaði líka ljósmyndasýningin Náttúrubörn á Ströndum ​Kaupfélagi á Hólmavík. 
Picture
Picture

Í sumar var Kaffikvörn sem var mjög vel sótt og við vorum mjög ánægð með. Það var sérstaklega gaman að sjá hvað mikið situr eftir hjá krökkunum eftir námskeiðin. 

Það var líka kvöldvaka í ágúst. Þá fórum við í leiki, grilluðum og sungum við varðeld í fjörunni. Það var ótrúlega skemmtilegt og tókst vel. Krakkarnir ákváðu líka að sýna leikrit sem við sömdum og settum upp daginn áður. ​

Takk fyrir sumarið!

0 Comments
<<Previous

    Dagrún Ósk

    Yfirnáttúrubarn

    Greinar

    July 2019
    May 2019
    April 2019
    July 2017
    November 2016
    September 2016
    August 2016
    July 2016
    October 2015
    August 2015
    July 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Á döfinni!
  • Hafðu samband