0 Comments
Föstudaginn 21. júlí verður auka námskeið í Náttúrubarnaskólanum í tilefni þess að Landinn er að koma í heimsókn! Námskeiðið verður aðeins 2 klst. frá kl. 13:00-15:00! Þá verður brot af því besta, við ætlum að fara að skoða teistu ungana, búa til jurtaseyði og fleira skemmtilegt!
Skráning er í síma 661-2213, á natturubarnaskoli@gmail.com og á facebook síðu Náttúrubarnaskólans. Dagana 19.-21. júlí verður Náttúrubarnaskólinn með safnasnappið sem er Snapchat sem gengur á milli safna og fólk getur sýnt frá starfinu.
Það verður nóg um að vera þar sem fyrsta daginn verður Náttúrubarnaskólinn með námskeið í jurtaseyðisgerð, á fimmtudeginum er náttúrubarnanámskeið og á föstudeginum er Landinn að koma í heimsókn! Endilega addið Safnasnapp og fylgist með okkur! Einnig er Náttúrubarnaskólinn sjálfur á Snapchat undir nafninu natturuborn |