Náttúrubarnaskólinn
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Á döfinni!
  • Hafðu samband

Náttúrubarnaskóli með jurtaþema 6. ágúst

7/31/2015

0 Comments

 
Picture
Náttúrubarnaskólinn 6. ágúst verður með jurta og plöntuþema. Þá ætlum við að gera ýmislegt skemmtilegt tengt jurtum og plöntum. Við ætlum í gönguferð aðeins upp á fjall og læra um plöntur, safna jurtum og gera jurtaseyði, læra jurtalitun og margt fleira. Náttúrubarnaskólinn er frá 13-17 og kostar 2500.-
0 Comments

Gengið af göflunum í ágúst

7/31/2015

0 Comments

 
Picture
Í ágúst ætlum við að ganga af göflunum í Náttúrubarnaskólanum. Þá verður farið í margar stuttar gönguferðir út um allar trissur. Fyrsta gönguferðin í þessu átaki er 1. ágúst kl. 20 og þá verður gengið frá áningarstaðnum í Húsavík og eftir fjörunni að Sævang. Þáttaka í gönguferðunum er ókeypis og þarf ekki að skrá sig heldur er nóg að mæta á staðinn. Þessar gönguferðir verða auglýstar á facebook síðu Náttúrubarnaskólans: facebook.com/natturubarnaskoli
0 Comments

Kvöldganga 5. ágúst

7/31/2015

0 Comments

 
Picture
Skemmtileg kvöldganga fyrir fullorðna og börn með leiðsögn. Það verður lagt af stað frá Sævangi kl. 20:00 og gengið um í grendinni undir leiðsögn Jóns Jónssonar. Það verður svo endað á notalegu kvöldkaffi í Sævangi og kostar 1200 kr.
0 Comments

Fjöru- og sjávarþema 30. júlí

7/24/2015

0 Comments

 
Picture
Næsta fimmtudagsþema, 30. júlí, í Náttúrubarnaskólanum er fjöru- og sjávarþema. Þá ætlum við að fara í fjöruferð og skoða allt það skrítna og skemmtilega sem maður finnur í fjörunni. Svo ætlum við að læra um flóð og fjöru, senda flöskuskeyti, gæða okkur á jurtum sem vaxa í fjörunni, búa til hálsmen úr rekavið, mála með þara og margt fleira.
0 Comments

Galdraþema á fimmtudaginn!

7/21/2015

0 Comments

 
Picture

Fimmtudaginn 23. júlí verður Náttúrubarnaskólinn með galdra og þjóðtrúarþema! Það er ýmisleg skemmtileg þjóðtrú sem tengist náttúrunni og ætlum við að fara í gönguferð og segja nokkrar skemmtilegar sögur á leiðinni, einnig ætlum við að dansa regndans, búa til galdraseyði úr jurtum sem við týnum og föndra töfragripi. 

0 Comments

    Á döfinni

    Þetta er það sem er næst á dagskrá hjá Náttúrubarnaskólanum!

    Viðburðir

    July 2019
    May 2019
    July 2017
    August 2016
    July 2016
    June 2016
    May 2016
    August 2015
    July 2015

    Flokkar

    All

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Um Náttúrubarnaskólann
  • Fréttir
  • Fróðleiksmolar!
  • Á döfinni!
  • Hafðu samband